Iverson leikmaður ársins
Allen Iverson, leikmaður með Philadelphia 76ers var í dag kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar af íþróttafréttamönnum. Iverson varð stigakóngur deildarinnar í annað skiptið og leiddi lið sitt til sigurs í Atlantshafsriðli og var það í fyrsta skipti í 11 ár sem Philadelphia vinnur riðilinn. Iverson sem fékk 1121 atkvæði var fyrr í vetur valinn besti leikmaður stjörnuleiksins. Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs fékk næst flest atkvæði í kjörinu eða 706. Á eftir honum komu Shaquille O´Neal, Chris Webber og Kevin Garnett.
Iverson er minnsti leikmaðurinn (1,82 m) í sögu NBA sem kjörinn er verðmætasti leikmaðurinn.