 San Antonio Spurs unnu Dallas Mavericks 105-87 í fimmta leik liðanna og unnu einvígið samtals 4-1. Tim Duncan skoraði 32 stig og tók 20 fráköst. Einnig átti Dirk Nowitzki hjá Dallas stórleik og skoraði 42 stig og tók 18 fráköst.
              
              
              San Antonio Spurs unnu Dallas Mavericks 105-87 í fimmta leik liðanna og unnu einvígið samtals 4-1. Tim Duncan skoraði 32 stig og tók 20 fráköst. Einnig átti Dirk Nowitzki hjá Dallas stórleik og skoraði 42 stig og tók 18 fráköst. Spurs mætir Lakers í úrslitum vesturdeildarinnar, og segja margir að það sé hin raunverulega úrslitahrina.
Spennan er aðeins meiri í austurdeildinni, en þar hafa öll liðin unnið 2 leiki.
AUSTURDEILD
1-Philadelphia - 5-Toronto 2-2
2-Milwaukee - 6-Charlotte 2-2
VESTURDEILD
1-San Antonio - 5-Dallas 4-1
2-L.A. Lakers - 3-Sacramento 4-0
 
        





