Þegar þetta er skrifað er deildin tæplega hálfnuð, það styttist í stjörnuleikinn í Denver og 32-33 umferðir búnar. Það er tími til að líta yfir farinn veg og athuga hvaða leikmenn eru bestu af þeim bestu.

Það er ýmislegt spennandi sem er að gerast í NBA deildinni og á eftir að gerast á seinni hlutanum. En það sem ég ætla að tala um er MVP, mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Á síðustu 3 tímabilum hafa tveir leikmenn unnið MVP og á þeim tíma hafa sennilega engin annar leikmaður komið til greina sem MVP. Þessir tveir leikmenn eru auðvitað Tim Duncan (MVP 2002 og 2003) og Kevin Garnett (MVP 2004). Þessir leikmenn eru ekkert ósvipaðir leikmenn. Báðir mjög drífandi leikmenn sem eru góðir í öllu. Frábærir varnarmenn, mjög góðir skotmenn af 3-6 metra færi, báðir tveir ótrúlega góðir með boltann miðað við 7 feta risa og mjög góðir sendingamenn. Það er ekki á hverjum degi sem 7 feta (210 cm) leikmaður á 5-6 stoðsendingar í leik ásamt því að taka 14-15 fráköst í leik. Þessir tveir leikmenn eru stórkostlegur leikmenn og það verður synd ef jafn frábær leikmaður og KG er nær ekki í titil. Þessir 3 tímabil eru búin og spurningin er hverjir eru mögulegir MVP fyrir þetta tímabil?

Í sumar fluttu nokkrir frábærir leikmenn sig um set. Sumir héldu að Shaq mundi taka yfir Austrið með tilheyrandi troðslum og 25-30 stigum í leik (ég var einn þeirra). Aðrir héldu að T-Mac og Yao Ming mundu skora 50 stig í leik og mynda eitraðasta sóknarpar deildarinnar (ég var ekki einn þeirra). Allir vissu að KG og T-Dunc mundu halda áfram alhliða leik og verða áfram í hópi bestu leikmanna deildarinnar. Skiptar skoðanir voru um hvort LeBron mundi standast pressuna. Flestir töldu að Suns mundu verða spennandi lið en fáir töldu þá svona spennandi. Enginn spáði Sonics svona góðum. Enginn spáði því að Amare mundi á þessu tímabili verða einn besti sóknarmaður deildarinnar.

Nokkur lið virðast standa framúr og í þessum liðum eru frábærir leikmenn. Þarna eru góðkunningjar NBA, Tim Duncan, með sitt stöðuga Spurs og Garnett, með sína óstöðugu Úlfa, hafa enn og aftur sýnt MVP-frammistöðu.

Ef eitthvað er hefur Garnett verið betri en í fyrra, 24 stig í leik (#9 í NBA), 15 fráköst (#1 í NBA), 6 stoðsendingar (#14 í NBA), 50% skotnýting, 1,5 varinn skot (#19 í NBA) og 1,5 stolnir (#11 í NBA) nægir honum til að vera í topp 15 í gríðarlega mörgum flokkum. Tölfræðilega er KG langbesti leikmaður deildarinnar. En Úlfarnir hans hafa verið í vandræðum og eins og staðan er í dag eru þeir langt frá því að sigra sinn riðil eins og þeim var spáð. Núna slefa þeir inn í playoffs sem er. Með svona árangri er KG ekki MVP deildarinnar.

LeBron James. Saga þessa pilts síðustu árin hefur verið draumi líkust. Þegar hann spilaði í framhaldsskóla var hann einn af umtöluðustu leikmönnum í USA. Hann spilaði í Ohio ríki (þar sem Cleveland er) og draumur Cleveland Cavaliers var að fá þennan pilt í draftinu. Þeir gerðu allt til þess, meira að segja reyndu Cleveland að verða neðstir tímabilið áður en að LeBron kom í NBA. Sumir héldu að hann mundi ekki höndla þessa pressu, enda var hann kornungur og einnig vegna þess að hann er fremur slakur skotmaður af lengra en 9 metra færi. Á þessu tímabili hefur LeBron sýnt þvílíka frammistöðu að samlíking hans við Magic eða Jordan er vel skiljanleg. Tvítugur piltur, nýorðinn faðir, hefur heilt félag á herðum sínum og sumir vilja meina að hann hafi heila íþrótt á herðum sínum. Spilaði sem leikstjórnandi á sínu fyrsta tímabili en spilar sem lítil framherji núna. Hann hefur skorað 24 stig í leik (#6 í NBA), 7 fráköst, 7 stoðsendingar (#6 í NBA), 2,5 stolnir (#3 í NBA) og lið hans er í 2 sæti í Austrinu. Setti 43 stig gegn meisturum í Detriot í leik þar sem eitt besta varnarlið sögunnar réð ekkert við hann. Ólíkt öðrum ungum leikmönnum í deildinni þá tekur hann réttar og þroskaðar ákvarðanir innan vallar sem utan. Ég hef séð framtíð NBA, hún er LeBron James. Einn af mögulegum MVP og að mínu mati auðveldlega MVP Austursins.

Tim Duncan hefur verið svipaður og í fyrra, stöðugur leikur, með 22 stig í leik (#15 í NBA), 3 varin (#2 í NBA), 12 fráköst (#2 í NBA), 3 stoðsendingar 50% skotnýting (#19 í NBA) og hann er aðalmaður SA Spurs sem hafa enn og aftur verið eitt besta lið deildarinnar (2. sæti í Vestrinu). Þeir eru eins og vel smurð vél sem gengur og gengur og gengur. Hann er klárlega einn af mögulegum MVP. Að mínu mati MVP ásamt Amare.

Enginn hélt að Amare Stoudemire mundi taka yfir alla NBA deildina með tilheyrandi troðslum og 30 stigum í leik. Pilturinn skoraði 50 stig um daginn gegn Portland, þar af 28 úr troðslum, sem er gjörsamlega fáranlegt og fáheyrt. Wilt Chamberlain hefur örugglega fengið nokkur hjartslög við allar þessar troðslur sem voru hver annari rosalegri. Drengurinn hefur enn verið óstöðvaður á tímabilinu. Hann er of snöggur fyrir centera og of sterkur fyrir Kraftframherja. Hann fór illa með Duncan í fyrsta leik liðanna. Hann hefur sett 26 stig í leik (#4 í NBA), 8,6 fráköst, 1,7 varinn skot (#16 í NBA), 60% skotnýting (#2 í NBA) og sólin hefur skinið hátt fyrir Amare á þessu tímabili því lið hans er langefsta lið deildarinnar. MVP ásamt Amare.

Þessir fjórir eru í sérflokki að mínu mati. Þeir sem næstir koma í engri sérstakri röð eru Shaq, Wade, Steve Nash, Ray Allen, Kobe, Dirk og Grant Hill.

Merkileg staðreynd að af þessum fjórum leikmönnum er aðeins Duncan sem hefur spilað fyrir háskólalið.