Houston Rockets ? Hvað er málið ? Það hafa nokkur lið komið mér á óvart og verið fyrir vonbrigðum í nba deildinni þetta season. Vonbrigðin má telja til Houston Rockets.

Hvað er málið með þá? Sóknin hjá þeim er dapur, 88stig að meðaltali í leik og þeir eru samt með frábært sóknar lið. Ekki eru þeir að ná vel saman, Juwan Howard er ekki að skila sér, Yao Ming er undir alltof miklum væntingum, hann er ekki eins góður og allir halda og svo er það Tracy Mcrady sem er ekki að skila sér 100% finnst mér með 20stig í leik, hann ætti að vera með aðeins meira og sömuleiðis Yao Ming ætti að fara í 20 stigin.

Ég las einhverstaðar að Jeff Van Gundy og Patrick Ewing væru alltaf að kenna honum einhver moves og læti en það væri ekkert að ganga hjá þeim, Yao Ming ætti miklu frekar að horfa á Mutombo á vellinum og hann ætti að bæta vörnina hjá sér, ég er nokkuð sammála því.

Gæti verið að veikileikinn í sókninni er leikstjórnandinn, annaðhvort Charlie Ward eða Tyronn Lue. Þeir eru fínir backups en bara ekki nógu góðir til að vera í byrjunarliðinu. Núna er Sura komin úr meiðslum, en er hann nægilega góður til að stjórna? Ég er bara ekki viss, tel hann samt vera betri en Charlie Ward og Tyronn Lue.

Mér finnst samt Jim Jackson vera að skila sér fullkomlega, hann er að spila mínútu mest í Houston liðinu og er að alveg að gefa sig alveg 100% í leik. Maurice Taylor er góður leikmaður, meðal sóknarmaður og ágætis varnamaður og þess vegana er hann í byrjunarliðinu. Var ekki mikið verið að fjalla um það að skipta Juwan Howard fyrir ágætis leikstjórnanda?

Það er ekkert chemistry milli Jeff Van Gundy, Tracy McCrady eða Yao Mings og ég er hræddur um að þetta eigi ekkert eftir að batna en hafiði tekið eftir því að þeir tapa alltaf mjög close öllum leikjum?


Liðið sem kom mér á óvart var ekki Soncis eins og margir myndu halda, ég hef alltaf haft trú á þeim. Þeir eru náttúrulega með tvo frábæra leikmenn (Lewis og Allen sem hafa spilað nokkur season saman. Liðið sem kom mér á óvart er Magic sem er líka svona í uppáhaldi hjá mér vegna Mobley og Francis vegna þess að þeir voru í Houston. Þeir eiga eftir að eiga mikinn séns í titil eftir nokkur ár ef þeir halda þessu áfram.

Ég hélt að þetta væri hræðileg skipti fyrir Magic menn vegna þess hvað Francis og Mobley geta verið eigingjarnar skyttur. En þeir hafa verið að spila frábærlega með Magic. Grant Hill er komin úr meiðlsum og er að standa sig hreint út sagt FRÁBÆRLEGA, ég átti ekki von á þessu, þetta er talilð besta injury comeback í sögu Nba. Howard hefur verið notaður miklu meira í vörn heldur en sókn ena eru Magic með 3 góðar skyttur (Hill, Francis og Mobley) Howard er með að meðaltali 11 fráköst í leik og 10 stig sem er svona allt í lagi. Mobley átti frábæra endurkomu í seinustu nótt og skoraði 35 stig að ég man rétt þannig að maður sér að þessi meiðsla hafa ekkert haft áhrif á hann (Held ég.).

Howard og Cato eru að spila frekar góða vörn saman og er Cato með 2 og hálft blocks per game og Howard í kringum 1. Maður hélt fyrst að Magic menn myndu ekki spila vel fyrst vegna þess að þetta er alveg nýtt byrjunarlið en þetta lið virðist spila frábærlega saman.

Hvað haldiði að verið um Houston? Og hvað haldiði að verið um Magic?

Takk fyrir mig. :)