Vince Carter, Hvað er í gangi?? Ég fór að kíkja á þessa frasa mína og sá þá þennan um Vince Carter og fór að pæla hvað er eiginlega í gangi með hann.
Þetta er maður sem átti að vera einn af stórunöfnunum um ókominn ár rétt hjá Kobe,Shaq, Duncan og Garnett. En svo er bara eins og að nennti ekki að vera góður og metnaðurinn farinn.
Auðvita lenti hann í meiðslum en halló þau eru búinn. Leikmenn eins og Shaq,Kobe,Duncan, Nash, Magic,Bird og meiri segja Grant Hill(sem lenti í svakalegum meiðslum) koma alltaf aftur.
Vince var svakalega skemmtilegur leikmaður með sína hálofta færni en núna er hann hættur að troða(þetta sagði hann í viðtali á dögunum). Hann er fimmfaldur Allstar leikmaður en er orðinn bara meðal maður í dag.
Smá tölfræðimunru
2000-2001 27,6 stig, 5,5 frá, 3,9 stoð,1 blk í leik.
2001-2002 24,7 stig, 5,2 frá, 4,0 stoð og 0,7 blk

en í dag 16,1 stig, 3,6 frá, 3,3 stoð og o,8 blk

Það þarf ekki NBA snilling til þess að sjá að hann er ekki að standa sig sem aðal maðurinn í Toranto og vill ég meina að þeir ættu að skipta honum fyrir einhvern leikman sem langar að spila fyrir Toranto.
En maður sem er 27 með $12,584,688 í árslaun(ath $) og er að spila íþrótt sem kallast körfubolti sem hann á að elska á að geta verið meira profesional og leggja meira á sig eða hvað finnst ykkur?
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt