Nash on FIRE Steve Nash er kominn aftur til síns gamla og góða liðs Pheonix Suns eins og flestir kannski vita eða hafa tekið eftir undanfarið. Já hverjum hefði þó dottið í hug þá stoðsendingahrinu sem hann átti eftir að fara í gang hjá honum hjá SUns, sérstaklega í undanförnum leikjum, man þetta er ekki eðlilegt.

Nash er kominn með 12,2 stoðsendingar að meðaltali á leik og Suns eru ON FIRE, búnir að vinna 5 leiki í röð og einnig hafa þeir nú sigrað 9 af 11 leikjum tímabilsins, eitt tapið var líka í framlengingu.

Já í þessum 5 sigurleikjum hjá þeim hefur Nash deilað út 70 stoðsendingar eða 14 stoðsendingar á leik. Sem er náttúrulega ekki eðlilegt. Já það má heldur betur segja að karlinn sé heitur þessa dagana og suns komnir með tussugott lið þarna. Nash gefur boltann á Amaré sem er kominn í góðan gír, 28 stig að meðaltali.

Já fólk heima í Pheonix bæ hafa ekki verið jafn glöð síðan Charles nokkur Barkley tryllti lýðinn þarna um árin.

Suns er þá eitt al heitasta liðið hér í byrjun ársins í NBA deildinni, ásamt SeattleSupersonics. Já hver hefði spáð þessum 2 liðum svona góðu gengi. Ray Allen hefur greinilega verið að gera allt annað en að éta banana í sumar og hefur hann verið að bæta sig mjög mikið, er að skora 25,3 stig að meðaltali, eða hæsta so far á ferlinum. Sem er bara nokk gott hjá stráksa. Þriggja stiga nýtingin hans er líka alveg að gera sig, 36 af 66 skotum sem er nokkuð magnað.
Já í þessu Sonics liði eru ekkert rosalega þekkt nöfn er liðsheildin er greinilega að kicka in.


Veit að þetta er engin þrusugrein né löng en langaði bara aðeins að koma þessu útúr mér.