Hvaða áhrif eiga bönnin eftir að hafa á Pacers? Indiana Pacers eru ekki í góðum málum eins og staðan er í dag. Eftir að slagsmál brutust út í leik Pacers og Pistons á föstudaginn síðasta hafa 5 leikmenn Pacers verið dæmdir í leikbann vegna þáttöku sinnar í slagsmálunum. Ron Artest verður í banni út leiktímabilið, Stephen Jackson fer í 30 leikja bann, Jermaine O'Neal fer í 25 leikja bann, Anthony Johnson í 5 leikja bann og Reggie Miller í 1 leiks bann.

David Stern setti alls 9 leikmenn í bann og samanlagður leikjafjöldi sem þeir verða í banni er 143 leikir. Þeir sem eru glöggir sjá að þeir 5 leikmenn Pacers sem voru settir í bann fá samtals 134 leikja bann en 4 leikmenn Pistons verða 9 leiki samtals í banni. Ekki nóg með það heldur hafa Pistons ekki fengið neina sekt fyrir ólæti áhorfenda á leiknum sem var leikinn á þeirra heimavelli.

Nú er spurning hvernig Pacers eiga eftir að koma út úr þessu máli. Þrír af lykilleikmönnum þeirra eru í banni og þá eru 12 leikmenn eftir í hópnum eða 10 samtals í næsta leik þar sem að Reggie Miller og Anthony Johnson fengu einnig bann. Þeir leikmenn Indiana fyrir utan Artest, O'Neal og Jackson hafa samtals 57 ára reynslu í NBA.17 ára reynsla Reggie Miller vegur ansi þungt í þeirri tölu. Samt er meðal árafjöldi leikmanna Pistons í NBA sem ekki eru í löngu banni 4,75 ár.

Það gefur auga leið að Pacers eru þá með frekar ungt og óreynt lið. En hvað geta þeir gert í því? Þeir geta reynt að skipta á leikmönnum þó að ég telji það afar hæpið vegna þess að hver vill fá 2-3 óreynda leikmenn fyrir góðan leikmann? Pacers geta einnig gert það sem ég tel vera skynsamlegast eða að nýta sér þessi bönn til að ungu leikmennirnir fái leikreynslu sem að mun nýtast þeim og liðinu vel á komandi árum því þá verða þeir með mjög massívan hóp. Ég tel líkur Pacers á að ná áfram í úrslitakeppnina hafa dvínað verulega við þessi bönn og þeir þurfi jafnvel að sætta sig við að sleppa henni í ár.

Þegar Jackson og O'Neal koma aftur úr leikbanni verða 40 leikir búnir af tímabilinu eða réttur helmingur. Þeir hafa þá nægan tíma til að bæta upp árangur liðsins ef hann hefur verið slakur meðan þeir þurftu að taka út bann. Ef að vel gengur hjá Pacers þrátt fyrir þessi bönn og þeir komast í úrslitakeppnina þá gætu þeir náð ansi langt. Ég er ekki viss hvort að Artest sé bara í banni út venjulegt leiktímabil þ.e. 82 leiki eða allt árið. Ef að hann er bara í banni út venjulegt leiktímabil verða Pacers sennilega með sterkan hóp. Þá hafa ungu leikmennirnir þeirra fengið góða reynslu og þess vegna ætti bekkurinn hjá Pacers að verða öflugur.

Hvað haldið þið að Pacers geri í sínum málum og hvernig haldið þið að gangi hjá þeim á þessu tímabili?
He may be a son of a bitch, but he is our son of a bitch.