Núna er úrslitakeppnin í nba deildinn bráðum að fara hefjast og eru margir stórleikir á dagskrá og sérstaklega í vestrinu. Hér ætla ég að spá í spilin í fyrstu umferðinni um hvaða lið komast áfram og hvaða lið falla út.

1 Philadelphia 3
8 Indiana 0

Philadelphia mun taka þetta nokkuð létt og vinna þetta 3-0 þeir hafa verið stórkostlegir í vetur og án efa sterkasta liðið í austurdeildinni þeir eiga eftir að fara alla leið í úrslita leikinn en ekki má vanmeta neitt og lið og svo gæti alltaf farið að indiana vinni einn leik en mín spá 3-0

4 New York
5 Toronto

Æsispennandi viðureignir sem munu fara í 5 leiki. Erfitt er að spá í hvort liðið vinni en Hallast ég frekar að sigri New York samt ætla ég að spá toronto 3-2 sigri.

3 Miami
6 Charlotte

3-1 leikur Miami í hag en aldrei er að vita hvað getur gerst. Gaman verður að fylgjast með þessum leikjum en mín spá 3-1

2 Milwaukee
7 Orlando

Milwaukee fer með auðveldan sigur. þeir vinna fyrstu tvo en vanmeta orlando í 3. leiknum og tapa. Hrista svo af sér slenið í 4.leiknum og vinna 3-1.


Vestur
deildin

1 San Antonio
8 Minnesota

San Antonio með geysisterkt lið og sterkara en lið minnesota. Leikirnir fara 3-1 fyrir S.A. en ekki má vanmeta lið Minnesota manna.

4 Utah
5 Dallas

Liðin voru með jafnmarga sigra og jafnmörg töp eftir að riðlakeppninni lauk. Hef ég trú á að lið Utah sé of gamallt til að geta komist lengra og hallast því að sigri dallas manna 3-2


3 Sacramento
6 Phoenix

sacramento búnir að gera góða hluti í vetur og standa sig frábærlega, phoenix er með skemmtilegt lið og óútreiknanlegt og aldrei að vita hvað þeir gera. Þeir hafa verið að vinna ótrúlega leiki en aftur á móti tapað líka fáranlegum leikjum. Ég býst við sigri Suns 3-2


2 Los Angeles
7 Portland

Tvö ótrúlega sterk lið með marga menn. Þetta verður skemmtilegasta viðureignin þrátt fyrir að liðin séu í 2. og 7. sæti. L.A.L. með þá Bryant og Shaq í broddi fylkingar eiga eftir að fara langt og vinna þetta einvigi 3-2. Spá mín að liðið sem vinnur þetta einvigi fari alla leið og vinni.