Njarðvík 2-0 yfir Tindastól Njarðvík tóku á móti Tindastól í fyrstu viðureign liðana um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og unnu þann leik 89-65. Brenton Birmingham var í ham og skoraði 24 stig í leiknum og 22 af þeim stigum komu frá honum í fyrri hálfleik. Stigahæstu í liði Tindastóls var Shawn Myers með 23 stig.

Það var beðið eftir 2. leik liðana með mikilli spennu og höfðu Tindastólsmenn ekki tapað leik á heimavelli í allan vetur. Logi Gunnarson var í feiknarstuði og skoraði 36 stig og má segja að hann hafi átt mestan þátt í sigri Njarðvíkinga en leikurinn endaði 79-100 fyrir þeim. Tindastólsmenn tóku yfir 70 skot inni í teig en hittu aðeins úr 30 þeirra.