Bandaríkin og leiðin á Ólympíuleikana Eins og kannski margir kannast við sem fylgjast reglulega með boltanum þá er bandaríska landsliðið í körfu eða þetta fræga og jafnframt “óstöðvandi” Dream Team þeirra í fullu að undirbúa sig fyrir væntanlega Ólympíuleika í Aþenu með æfingaleikjum.

Liðið komst í gegnum undankeppnina og stefna nú að gulli í Aþenu en það verður ekki eins auðvelt hjá þeim og það gæti verið. Liðið er alveg gjörólíkt því sem spáð var vegna brotfalls margra bestu leikmanna bandaríkjanna. Leikmenn sem ættu pottþétt að vera í liðinu en eru ekki eru t.d
Kevin Garnett
Tracy McGrady
Steve Francis
Shaquille O'Neal
Ben Wallace
Kobe Bryant
Jason Kidd
… og fleiri og fleiri leikmenn. Liðið gæti verið óstöðvandi en það eru einfaldlega margir menn sem hafa ekki komist af mörgum ástæðum. Margir hafa góða afsökun en sumir ekki. Ég ætla ekkert að fara nánar útí afhverju þeir fara ekki.

En allavegana… leikmannahópurinn þeirra er svona skipaður.
G:
Allen Iverson
LeBron James
Stephon Marbury
Dwyane Wade
F:
Amare Stoudamire
Emaka Okafor (nýliði, hefur ekki spilað einn einasta leik í NBA)
Lamar Odom
Shawn Marion
Richard Jefferson
Carlos Boozer
Carmelo Anthony
C:
Tim Duncan.

Jú þetta er liðið. Ekkert lélegt lið neitt en ætti að vera miklu betri… ungir aldur einkennir þetta lið þeirra og þegar leikmenn eins og Allen Iverson og Tim Duncan eru aldurskóngarnir þá segir það sitt um liðið. Líklegt byrjunarlið verður. Þjálfari liðsins er Larry Brown sem leiddi Detroit til sigurs í ár.

En jæja þessir leikir sem liðið hefur spilað hafa ekkert verið uppá marga fiska og það má í raun segja að einn af þessum 5 leikjum liðsins hefur verið góður… körfuboltalega séð. Liðið hefur reyndar bara tapað einum leik en það er einum leik of mikið mætti segja. Það er eini æfingarleikurinn fyrir Ólympíuleika sem liðið hefur tapað. Hann var gegn Ítalíu sem komst ekki einu sinni á leikana.,… 17 stiga tap. Sem er náttúrulega ekki viðsættanlegt.

Í dag þá sigruðu bandaríkjamenn Tyrki með 79 stigum gegn 67. Menn vestanhafs voru ekki ánægðir með þennan leik þó að þeir unnu og vilja menn meina að skotnýting liðsins er alveg ósættanleg. Það má segja að það er í raun enginn góður skotmaður utan teigs þarna í liðinu með fullri virðingu fyrir þessum leikmönnum.

Liðið rétt náði að sigra Þjóðverja hér um daginn með dramatískum endi þar sem ALlen Iverson skoraði þrigjga stiga buzzer beater.

Tim Duncan hefur verið besti leikmaðurinn en stigaskorið segir ekki sitt núna því að leikmenn hafa ekkert spilað það mikið, mínúturnar hafa dreifst mjög mikið. Duncan hefur samt sem áður skorað mest.

Larry Brown hefur áhyggjur af liðinu þar sem það er ekki alveg að má að smella saman og aðeins vika er í leikana. Það verður erfitt fyrir það að ná gulli sem landsmenn allir (bandaríkin) krefjast þess bókstaflega. Væri liðið ekki óstöðvandi væri byrjunarliðið svona ?
Shaq
Duncan
Garnett
Iverson
T-Mac.
Jæja þið megið alveg ráða hverjir guard-arnir væru en ég held að svona væri liðið óstöðvandi. En það þýðir ekkert að hugsa útí það því að svona er liðið ekki.

Það verður erfitt fyrir bandaríkjamenn að vinna gull… það er ekkert gefið.