Quentin Richardson til Phoenix Suns!! Það er komið í ljós að Phoenix Suns eru búnir að gera samning við bakvörðinn Quentin Richardson. Phoenix Suns bauð betur í “Q” heldur en Clippers og er það samningsatriði sem er ekki komið á hreint hve lengi Phoenix heldur þessum unga öldungi.

Richardson, sem er 24 ára gamall, er einn af fjórum NBA bakvörðum til að ná að meðaltali 17.0 stigum og 6.0 fráköstum (Tracy McGrady, Paul Pierce, Jason Richardson) á tímabilinu 2003-04. Síðusta tímabil gerði að tímabils-met með 8 þriggja stiga körfum gegn Boston 4.febrúar.

Þjálfari Phoenix Suns, Mike D´Antoni, starfslið og leikmennirnir er allt mjög spennt fyrir að fá “Q” í liðið að sögn Bryan Colangelo, eiganda og framkvæmdastjóri Suns.

Þessi ungi og vægast sagt efnilegi leikmaður mun væntanlega spila í treyju númer 3 og ég sé liði fyrir mér svona:

C Antonio McDyess
PF Amaré Stoudamire
SF Shawn Marion
SG Quentin Richardson
PG Steve Nash

Svo Joe Johnson sjötti maðurinn og “Q” og “JJ” myndu skiptast oft á enda báðir mjöög góðir leikmenn. Og menn eins og Leanandrinho Barbosa(my favorite), Jake Voskuhl, kannski Keon Clark,Zarko Caparkapa,Howard Eisley,Jackson Vroman ofl ofl.