Allt að gerast í NBA Jæja Lakers hafa þá “losað” sig við Shaq og KObe Bryant er búinn að skrifa undir samning við þá. Þeir eru því að velja Kobe í stað Shaq. Shaq er örugglega ánægður með þessi skipti. Fresh start í Miami… möguleiki á úrslitasæti að mínu mati hjá Miami. Heat með góðan mannsskap núna í ár og Dwyane Wade er sífellt að bæta sig.

Kobe er mjög góður leikmaður en ég hef þvímiður ekki trú á því að hann hafi það sem þarf til að leiða lið einn. Hann hefur ekki mikla leiðtogahæfileika. Jú, hann getur unnið leiki í deildinni með 50 stiga leik en þegar kemur að úrslitakeppninni þá gengur ekkert eins og sást núna gegn Detroit. Kobe átti einfaldlega slæma seríu. Lakers mun ekkert eiga núna í Minnesota, Sacramento og fleiri lið… þar á meðal Denver Nuggets.

Jú Denver Nuggets komu rosalega á óvart í fyrra… með góðan mannsskap og frábæran nýliða. Carmelo Anthony kom á óvart í fyrra og var hrikalega góður að mínu mati. Nú hafa Denver Nuggets bætt mannsskap sinn og fengið “high flying” troðslukappann hann Kenyon Martin. Martin hefur núna spilað 4 ár í deildinni, öll með New Jersey og ungur að aldri kallinn. Mikill frákastari og góður skorari og mun án efa bæta lið NUggets til muna. 9,5 fráköst og 16,7 stig voru töluranr hans í fyrra.
Líklegt byrjunarlið Nuggets verður þá

C:Marcus Camby
F: Carmelo Anthony
F: Kenyon Martin
G:Andre Miller
G: Voshon Lenard

Já eins og maður getur séð er þetta hörkulið og er líklegt til afreka á næsta ári…


Steve Nash er kominn aftur til síns gamla félags,,, Phoenix Suns. Hann spilaði fyrstu tvö tímabilin sín með Suns, fór síðan til Dallas Mavericks þar sem hann hefur spilað í 6 tímabil og brillerað algjörlega, stimplað sig inn í deildina sem einn besti leikstjórnandinn. Á síðasta tímabili þá skoraði hann 14,5 stig og gaf 8,8 stoðsendingar. Hafa suns líka fengið hann Quentin Richardsson.

Byrjunarliðið verður líklega

C: Ekki alveg viss
F: Amare Stoudamire
F: Shawn Marion
G: Joe Johnson
G: Steve Nash


Jú lítum þá aðeins á Vest - East

Ég hef gaman að pæla aðeins í stjörnuleiknum. Jú… vestrið hefur misst besta miðherja sinn þó að hann byrjaði ekki inná í siðasta leik. Hann kom inná og slátraði Ming… var maður leiksins að mig minnir. Ok… austrið hafa einnig fengið Steve Francis. En misst Kenyon Martin. T-Mac er kominn í vestrið og byrjar þá líklega inná þar. Spurning hvort að neitkvæða umræðan um hann mun hafa einhver áhrif.

En e´g er hættur að tala núna.