Já það gerðist. Eitthvað sem ég hafði ekkert sérstaklega búist við. Houston og Orlando skiptust á leikmönnum. Þeir Cuttino Mobley, Steve Francis og Kelvin Cato fóru frá Houston til Orlando og í staðinn fengu Houston-menn Tracy McGrady, Tyronn Lue, Juwan Howard og Reece Gaines.

Stærstu mennirnir í þessu skiptum eru auðvitað Steve Francis og T-Mac og skiptin snúast að mestu leyti um þá tvo. Cuttino Mobley fer sömuleiðis frá Houston vegna þess að með tilkomu T-Mac er ekkert pláss fyrir hann í liðinu. Houston fær tvo bakverði í stað hans, tvo leikmenn sem hafa ekki sýnt mikla takta á sínum stuttu ferlum. Að lokum fóru milli liðanna tveir stórir undir körfunni, J. Howard og Cato. Ég veit ekki alveg af hverju Orlando lætur alveg fínan PF í staðinn fyrir að mínu mati frekar slakan C. Vil endilega fá skýringuna á því.

Houston hagnast verulega á þessum skiptum. T-Mac er góður í hvaða liði sem er og J. Howard er betri en Cato. Þó að Francis fari þá fer hann allavega fyrir tvo leikmenn. Aftur á móti tapar Orlando T-Mac (veit ekki alveg en held að samningur hans renni út eftir ár, væri gott að fá staðfestingu á því) en fær í stað hans góðan leikstjórnanda til að byggja liðið upp í kringum. Mobley er heldur ekkert slakur leikmaður.

Ef allir eru heilir og allt gengur upp gætum við fengið byrjunarlið á borð við: Francis, Mobley, Hill, Howard, Cato/Declerq og Lue, T-Mac, Padgett, Howard, Yao. Houston-menn stilla upp mjög sterku byrjunarliði á næstu leiktíð og Orlando-menn mega vera sáttir.