Lakers menn jafna --- Kobe Hetja Sjitturinn leikurinn í gærkvöldi var spennandi maður. Miklu betri leikur en fyrri í alla staði. En jæja eins og margir vita þá sigruðu Lakers Detroit í gær í framlengingu þar sem Kobe Bryant fór á kostum og átti heiðurinn að þessu.

Fyrsti leikhluti var frekar leiðinlegur, mikið af klúðruðum skotum og boltum. Það einna helsta sem einkenndi fyrri hálfleik var það að óþekktur leikmaður (nánast óþekktur flestum), hann LUke Walton, sonur Bill Walton sem lék í NBA á árum áður, fór algjörlega á kostum og átti sinn besta leik á ferlinum í gær. Þriggja stiga karfa frá honum, gegnumbrot og auðveld tvö stig, fullt af frábærum stoðsendingum. Já Luke Walton kom á óvart í gær skal ég sko segja ykkur. Þessar sendingar hjá honum voru náttúrulega frábærar. Hann endaði með 7 stig, 8 stoð, 5 fráköst og 2 varin skot.

Það sama má segja um Lakers liðið og áður. Kobe og Shaq voru einu sem gátu eitthvað eða skoruðu eitthvað. Þriðji stigahæsti maðurinn var með 9 stig, Karl Malone.

En víkjum okkur að leiknum. Í fjórða leikhluta náðu Detroit fjögurra stiga forystu þegar 3 mín voru eftir og eitt af fáum skiptum sem Detroit leiddu leikinn og jafnframt mesti munur sem Detroit hafði náð. Þegar 47 sek voru eftir tók Ben Wallace lay-up skot til að gefa Detroit 6 stiga forystu, 89-83 og virtist lítil von vera fyrir Lakers menn. Kobe tók skot í næstu sókn, hitti ekki og Shaq tók frákastið … villa karfa góð. Hitti hann síðan úr vítaskotinu og Lakers menn höfðu minnkað þetta í 3 stig þegar 35 voru eftir. Chauncy Billups klúðraði skoti í næstu sókn Detroit manna og þá var komið að manni að nafni Kobe Bryant. 7 sekúndur voru eftir og Kobe fékk boltann. Dripplaði hann aðeins og reyndi að hrista af sér Richard Hamilton. Kobe skaut.. metra fyrir utan þriggja stiga línuna og NEGGLDI HONUM ONÍ. Það varð allt vitlaust. Það stefndi í framlengingu. Detroit fengu tækifæri á því að vinna leikinn en klúðruðu því.

Lakers skoruðu 5 körfur í framlengingunni. KObe skoraði tvær og Shaq þrjár, Kobe átti 2 stoðsendingar á Shaq. Það varð ljóst. Lakers jafna 1-1 gegn Detroit.

Þetta var alveg geðveikur leikur. Maður leiksins að mínu mati alveg tvímælalaust Kobe Bryant, eins og ég sagði í áliti á síðustu grein minni, Kobe er maðurinn sem maður vill að haldi á boltanum í fjórða leikhluta á framlengingum. Hann skoraði 33 stig og átti 7 stoðsendingar. Shaq skoraði 29 stig.

RIchard Hamilton var góður fyrir Detroit menn, 26 stig og 8 fráköst en hann hitti því miður ekki nógu vel. Mér fannst Ben Wallace spila mjög vel. 10 stig og 14 fráköst hjá honum.

Kobe skoraði 14 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta. Í leiknum sýndi hann og sannaði sig,og bætti upp fyrir lélega nýtingu í síðasta leik. Hann hitti úr 14 af 27 skotum sínum í þessum leik.