Hvert fara Tracy og Kobe? Jæja, núna þegar spennan er í hámarki í NBA ætla ég að bregða aðeins frá umræðunni og kíkja á tvö stærstu spurningamerkin í sumar; Hvert fara Kobe og T-Mac?

Eins og þið vitið þá er spáð því að Kobe fari frá Lakers eftir tímabilið og þá hefur SAS helst verið nefnt til sögunnar. Jæja, ég var að lesa nokkuð merkilega grein um þetta þar sem var m.a. talað við vin Kobe um þetta.

Hann sagði að Kobe langaði mest að komast frá pressunni í L.A. og þá líklegast til Spurs eða Suns. Spurs virðist kannski vera líklegra liðið en ef þeir ætla að ná Kobe þurfa þeir að losa sig við þá Manu Ginobili og Hedo Turkoglu í sumar til að hafa pláss fyrir Kobe í liðinu. Þrátt fyrir að Manu er orðinn mjög góður leikmaður myndi það örugglega borga sig, Kobe er það ótrúlegur leikmaður og SAS yrði skuggalega gott með hann og Duncan.

Hins vegar lýst mér betur á að fá Kobe til Suns. Suns eru nefnilega með fínan mannskap en vantar leiðtoga. Amaré er einn af mínum uppáhaldsleikmönnum. Hann bætti sig rosalega á seinasta ári og mun örugglega verða alveg frábær á næsta ári, hvað þá með Kobe við hlið sér. Suns yrði líka alveg ótrúlega skemmtilegt að horfa á með Kobe og Amaré.

Það er líka búið að fjalla mikið um hvert T-Mac fer á næsta ári. Ég hef nú verið að vona að hann haldi áfram í Orlando fyrst að þeir fengu 1. valrétt í nýliðavalinu en samkvæmt Orlando Senitel í gær virðist sem hann ætli að biðja um skipti í sumar. Þar sagðist langa mest að halda áfram í Orlando og vinna leiki með liðinu en hann er ekki tilbúinn að ganga í gegnum annað tímabil eins og í fyrra. Hann sagði þó að lykillinn af ákvörðun hans væri framtíð Grant Hill. Ef að Hill yrði heill á næsta tímabili væri hann alveg til í að halda áfram.

Lakers og Spurs hafa verið talin líklegust til að fá T-Mac til sín en er ekki á því. Þegar hann var spurður hvort hann hefði áhuga á því að fara til þeirra sagði hann:“No, not San Antonio and L.A.
”I don't want to go there. I don't want to go somewhere where everything's already in place. That would be too easy. I want a challenge."

McGrady sagði svo að honum langaði að fara í eitthvað gott varnarlið; Indiana, Detroit eða Houston. Honum langar mjög að spila með Yao Ming og sagðist vilja hafa mann í liðinu sínu sem getur stjórnað vörninni.
Þegar hann var spurður hvernig lið hann vildi hafa sagði hann: That would be, like, a big man who gets 15 [points] and 10 [rebounds] every night and blocks shots . . . to have a defensive stopper on the wing, a solid point guard and a guy who can knock down open jump shots to prevent the double-teams,"

Þrátt fyrir að ég vill auðvitað helst halda honum í Orlando verð ég að viðurkenna að hann, Yao, Francis og Mobley yrði fáránlega öflugt lið og örugglega stórskemmtilegt. Það verður gaman að sjá hvað gerist í sumar, það munu án efa margir óvæntir hlutir gerast í leikmannamálunum.