Defending Champions ... OUTTA HERE !!! Jú þessi fyrirsögn er kannski pínu súr en what ever. Það er komið að því. Spilin eru farin að sjást. Það er ljóst … að nýr NBA meistari verður í ár (03-04) því að í nótt þá lauk San ANtonio Spurs, meistarar síðasta árs, leik sinn í deildinni í bili. Duncan og félagar komnir í sumarfrí. Það er nefnilega þannig að í nótt sigruðu Lakers … líklegasta liðið til sigurs í ár, fjórða leik sinn í röð eftir að hafa komist 2-0 undir í viðureigninni gegn Spurs og varð ég því að sætta mig við það að ég hafði rangt fyrir mér. SPáði því að SPurs myndu bara einfaldlega klára þetta.

Eins og allir vita þá vann Derrick Fisher þriðja leikinn hjá Lakers með magnaðri körfu þegar 0.4 sekúndur voru eftir. Ég sá ekki leikinn en hef heyrt að þetta var einhver sá magnaðasti leikur undanfarin ár. Eða það hef ég heyrt.

Núna í nótt þá tóku Lakers á móti Spurs á heimavelli sínum í L.A. Spurs þurftu nauðsynlega að vinna þennan leik, en það er aldrei auðvellt að sigra Lakers á heimavelli sínum. Liðin skiptust á að leiða leikinn en eftir 3 leikhluta voru Lakers menn 4 stigum yfir. Þá tók Kobe nokkur Bryant völdin og skoraði helming stiga Lakers manna í fjórða leikhluta eða 16 talsins (lakers skoraði þar afleiðandi 32 stig. Kobe er þekktur fyrir það að vera bestur í fjórða leikhluta eða bara þegar mest á honum þarf. Hann hefur sýnt það og sannað að hann er ekkert að missa þetta sem hann hefur og hefur verið að standa sig gríðarlega vel í ár og í úrslitakeppninni.


Svona er það… Lakers menn eru komnir áfram í úrslitaleik Vesturdeildarinnar. Mæta þeir þá annaðhvort Minnesota eða Sacramento Kings. Staðan er þannig þar að Minnesota hefur unnið 3 leiki en Sacramento 2. Það stefnir allt í það að Minnesota komast áfram en ég hafði alltaf spáð því á þessu tímabili að Sacramento menn yrðu jafnvel bara NBA meistarar.Austurströndin er einnig spennandi og skemmtileg og standa 2 viðureignir eftir þar. Pacers leiðir sína viðureign gegn Miami Heat 3-2 og Nets leiðir sína gegn Detroit 3-2. Um daginn eða í gær minnir mig, sigruðu Nets Detroit í þrefalldri framlengingu. Finnst mér þetta afar spennandi viðureign.
Miami Heat er það lið sem mest hefur komið á óvart, bæði í deildinni eða eftir því sem leið á hana, og í úrslitakeppninni. Að Miami Heat skyldu vera í baráttunni við Pacers um að komast í úrslitaleik Austurstrandarinnar finnst mér alveg ótrúlegt og enn ótrúlegra að þeir hafa sigrað 2 leiki. Skemmtilegur mannskapur og liðsheild hjá því liði. Dwyane Wade (btw, sama afmælisdag og ég :P) hefur verið að standa sig mjög vel í úrslitakeppninni og er eini af þessum “aðal” nýliðum sem stendur eftir í keppninni.


Já það verður fróðlegt að fylgjast með þessum viðureignum. Mín spá er sú að eftir undanfarna leiki, sé ég ekki hvernig eitthvað lið getur stoppað Lakers.

Til hamingju Karl Malone og Gary Payton.
Þið gætuð bara náð takmarki ykka