Lið Stjörnunnar og lið Breiðabliks komust upp í úrvaldsdeild í körfuknattleik í gær. Stjarnan og Blikar hafa haft dálitla yfirburði í vetur og unnu þeir lið sín í úrslitakeppninni í gær. Stjarnan vann Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í gær 86-96 í Þorlákshöfn og Blikar unnu Selfyssinga á selfossi 77-101 og unnu því samanlagt 2-0. Blikar og Stjörnumenn er þá kominn meðal þeirra bestu og verður gaman að sjá hvernig þau standa sig í efstu deild.