Liðum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga í úrvalsdeild, því Breiðablik og Stjarnan voru rétt í þessu að tryggja sér þáttökurétt í Epson deildinni í körfubolta á næsta leiktímabili.
Lið Blika, sem endaði í 2.sæti í deildar keppninni, fékk 3. sætis lið Selfoss, sem var meiðslum hrjáð og réð því sterk liðsheild blika nokkuð auðveldlega við Selfyssinga.
Lið Stjörnunnar, sem endaði í 1. sæti deildarkeppninnar, mætti Þór frá Þorlákshöfn, sem var eitt af tveimur liðum sem tókst að sigra Stjörnunna í deildinni. Efasemdir voru á kreiki um möguleika Stjörnumanna því mönnum fannst að Þór hefði haft tak á þeim. Stjarnan hristi af sér slyðruorðið og tók Þórsara 2-0 í leikjum talið. Eiríkur Þór Sigurðsson var að margra mati maður leikjanna hjá Stjörnunni, en gamla brýnið Jón Kr. Gíslason spilaði með sínum mönnum og höfðu menn orð á verulegri getu hans. Lykilmenn liðsins áttu allir góðan leik, framtíðin er því björt í Garðabænum.

Bæði Blikar og Stjörnumenn munu nú fara að leita sér af Bandarískum leikmanni til að spila, Blikar munu sjálfsagt fá sér mann undir körfuna en Stjarnan gæti þess vegna fengið sér leikstjórnanda því liðið er nokkuð hávaxið, Með Davíð Jens í broddi fylkingarinnar. Blikarnir hafa hinsvegar frekar lágvaxið lið, en gaman verður að sjá besta mann þeirra, Pálmar spila í Epson deild að ári.

-Kamalflos