Carmelo Anthony MVP að mínu mati Ef að ég er ekki að misskilja neitt þá var LeBron James valinn nýliði NBA deildarinnar … eða allavegana “Got Milk Rookie of The Year” verðlaunin sem ég held alveg örugglega að séu “official” Rookie of the Year verðlaunin í NBA. Valið var einfallt. Annaðhvort LeBron eða Carmelo. Ég þorði ekki að veðja hundrað kall á hvor myndi vinna því að mér fannst báðir eiga svipað mikið skilið að vinna þennan titil eða jafnvel fannst mér Carmelo vera hæfari þeirri nafnbót.

LeBron vann titilinn með 508 atkvæðum og 78 stykki fyrsta sætis atkvæði af 118 talsins sem greidd voru af íþróttafréttamönnum um Bandaríkin og Kanada. Næstur á eftir honum kom Carmelo með 430 atkvæði.

Báðir voru með MJÖG svipaðar tölur. LeBron skoraði 20.9 stig, tók 5,5 fráköst og gaf 5,9 stoðsendingar og er víst þriðji nýliði sögunnar til þess að ná því að skora yfir 20 stig, taka 5 fráköst og gefa 5 stoðsendingar á nýliða tímabili. Carmelo var hinsvegar með 21 stig, 6,1 fráköst og 2,8 stoðsendingar. Einnig hitti hann Carmelo betur af vellinum, þriggja og víti. LeBron tapaði boltanum einnig oftar.
Svo vil ég líka taka fram út af því að það er alltaf verið að tala um hversu ungur hann LeBron er … þá er hann Carmelo aðeins 7 mánuðum eldri en LeBron.

En mér fannst allavegana Carmelo eiga verðlaunin skilið frekar en LeBron er græt þessi úrslit ekkert. LeBron einnig með frábært tímabil. Svo eru líka önnur rök hjá mér í þessari umræðu um hvor hefði átt að fá titilinn … en Denver stóðu sig betur en Cleveland í deildinni og er það að mörgu leyti Carmelo að þakka. Reyndar hjálpaði LeBron Cleveland liðinu heilmikið og liðið rétt missti af play-offs.


En hvað finnst ykkur um þessar pælingar mínar. Hver er nýliði NBA deildarinnar að ykkar mati.