Fyrsti NBA leikurinn minn ... Í DAG Já í dag eða áðan fór ég á minn fyrsta NBA leik. Þannig eru mál með vexti að ég er staddur núna útá Manhattan í New York og hef verið alla páskana, allt páskafríið. Svo í dag … Sun, skrapp ég yfir til New Jersey fylki og fór á New Jersey Nets - Philadelphia. Kom maður tímalega fyrir utan Continental Airline Arena, 10 min í 12, leikurinn byrjaði kl 1. Kl 12 var hleypt inn í þetta mannvirki og var ég eki lengi að hlaupa inn og skoða þetta. Þetta var alveg ótrúlega “raunverulegt” ef að maður getur orðað það þannig. Völlurinn bara eins og venjulegur körfuboltavöllur og ekkert eins og maður ímyndaði sér. Svo voru fullt af sölubásum út um allt með allskonar mat og svona.
Sætin mín voru staðsett ofarlega … og var ég hræddur um að það yrði kannski alltof langt í burtu og maður myndi jafnvel ekki sjá neitt en það er alltof algengur misskilningur. Sá ég bara mjög vel og voru þetta fínustu sæti.

Allavegana .. nenni ekki að vera að lýsa leiknum neitt rosamikið … getið lesið nóg um það á netinu. En það var svo skrýtið að sjá alla þessa kalla í eigin persónu … eða með “eigin” augum. Jason Kidd, Richard Jefferson, Kenyon Martin, Kerry Kittles. Rosalega skrýtið. En Kidd átti góðan leik … margar flottar stoðsendingar og var þetta bara hinn fínasti leikur og heljarinnar “show” í kringum þetta allt. Þjóðsöngurinn klikkaði ekki, kynningin mögnuð og auðvitað klappstýrur. Svo klikkaði lukkudýrið hjá Nets ekki. Svo var alltaf verið að draga út vinninga og svona. Rosagaman.

Var þetta mögnuð reynsla og hvet ég alla sem eru staddir í Bandaríkjunum eða eru á leið þangað að kíkja jafnvel á einn leik.