Éf var að skoða stöðuna í NBA og kom mér þá að óvart hvað Miðvesturdeildin hefur mikla yfirburðarstöð yfir aðrar deildir í NBA. Það má glöggt sjá á því að ekkert liðanna í miðvesturdeild er með færri sigra en töp og þaðan eru langflest lið komin í úrslitakeppnina. Einnig kom mér að óvart að Minnesota Timberwolves er búið að vinna 52 leiki á einu tímabili sem er félagsmet. Þeir hafa nú unnið þrjá leiki í röð og eru greinilega á mikilli siglingu kannski eiga þeir eftir að koma á óvart í úrslitakepnninni. Einnig eru San Antonio Spurs, Memphis Grizzlies og Dallas Mavericks komnir áfram.

Hér er staða liða í Miðvesturdeild
1. Minnesota 52-24
2. San Antonio 50-25
3. Memphis 48-26
4. Dallas 47-28
5. Houston 42-32
6. Utah 39-36
7. Denver 39-37

Þarna eru öll liðin í plús en í hinum deildunum eru bara
Sacramento, LA lakers, Portland, Detroit, Indiana og New Yersey
Semsagt 6 lið í hinum þrem deildunum en sjö í Miðvesturdeild. Sem er greinilega besta deildin. Einnig er fyndið að rifja upp þann tíma þegar Chicago Bulls var aðalliði og allir gengu um í Bullshúfum en nú eru þeir næst neðstir í deildinni. Löng saga gerð að stuttri Miðvesturdeildin er lang best og þar á meðal er mitt lið Minnesota Timberwolves