Sorgar tímabil Ég hlakkaði alveg rosalega til þessa tímabils og í september var ég alveg að springa. Tilhökkunin var mikil. Ég eins og flestir aðrir held með liði … og stend með þeim í blíðu og stríðu. Jú, þetta tímabil hefur snúist um það hjá mér þar sem ég er Philadelphiu 76ers maður. Ég hef alltaf eiginlega gert eins og margir gera … flakkað á milli liða … eftir uppáhaldsleikmanni. Allen Iverson hefur heillað mig undanfarin ár og er Sixers því liðið mitt.

Philadelphia hafa ekki náð að fylgja eftir frábæra gengi liðsins 2000-2001 tímabilið þar sem þeir komust í úrslit á móti Lakers, en tópuðu þó. Í fyrra sigraði liðið 48 leiki, yfir 50% og hittí fyrra 43 leiki (56 leikir sigraðir 2000-2001).
Í sumar styrktu þeir hópinn sinn verulega. Keith Van Horn látinn fara í fyrra og í sumar fengu þeir Big Dog Glen Robinson. Var ég viss um að hann myndi hjálpa liðinu verulega … létta ábyrgðarhlutverkið af Iverson.

Lið með leikmenn eins og Eric Snow, Allen Iverson, Glen Robinson, Derrick Coleman og Aaron Mckie ætti að vera til alls líklegt í hinni veiku austurdeild, hvað þá í riðlinum sem Sixers eru í.

En ekki fór sem skyldi. Meiðsli … meiðsli … meiðsli. Já meiðsli bögga lið óendanlega mikið og ættu Orlando aðdáendur að þekkja þau. Meiðsli hafa sett Grant Hill á bekkinn í mörg ár. En það er annað mál. Tod MacCulloch hefur verið meiddur allt árið, en hann skiptir kannski svosem ekki miklu máli fyrir liðið. En Derick Coleman ætti að skipta stóru máli fyrir liðið og byrja inná í hverjum leik, hinsvegar hefur hann aðeins spilað 30 leiki af þeim 65 leikjum liðsins. Big Dog Glen Robinson hefur einnig misst af leikjum, en þeir eru 23 talsins vegna meiðsla.
Hægri hnéð hjá Iverson hefur verið að bögga hann í ár og hefur hann misst af alls 20 leikjum í ár og er erfitt að spila án hans. Í þeim leikjum sem hann hefur spilað hefur hann skorað 27 stig í leik, 3,8 fráköst, 6,8 stoðsendingar og 2,4 stolna bolta.

Philadelphia hafa aðeins sigrað 27 leiki af þeim 65 leikjum liðsins. Er þetta alveg skelfilegur pakki miðað við leikmannahópinn. Ég hefði spáð ef að allir leikmenn liðsins væru alltaf heilir þá hefði liðið getað verið eitt það besta í austurdeildinni. En ég græt eftir hvern leik liðsins. Reyndar eru Sixers komnir á siglingu og hafa sigrað 3 leiki í röð …
og síðustu tvo án Iversons. Iverson er núna meiddur og er óvíst með endurkomuna, kannski næsta föstudag … kannski ekki. Samt virðist hann eiga það til að koma aftur og meiða sig. Hann var frá um tíma vegna þess að hann hljóp á ritaraborð þegar hann ætlaði að stela sendingu. Kjáninn sá.