Halló halló !
Ég fór mikinn hér á síðasta ári vegna reiði minnar yfir fáum beinum útsendingum frá NBA boltanum. Og enn er ekki búið að gera neitt í þessu. Maður sendir sýn tölvupóst og biður þá um að sýna ekki alltaf sömu liðin (Dallas, Toronto, Sixers, Kings o.s.frv.) en þeir segjast ekki ráða því hvaða leikir eru sýndir. Það sést náttúrulega strax að það er bölvuð þvæla. Voru ekki fyrstu 3 eða 4 leikirnir leikir með Dallas ? Tilviljun ? Efast um það. Því einn leikurinn var minnir mig eftir klukkan 2 eftir miðnætti. Þvílíkt bull og þvæla að þeir ráði engu um það. Dallas leikur þarseinustu helgi. Seinust helgi mér til mikillar furðu var Portland-Toronto (Toronto!). Það var í fyrsta skipti síðan í úrslitakeppninni ´92 sem maður sér Portland í beinni á Íslandi. Næsti leikur er með Lakers og á móti hverjum? Jú jú Toronto. Þetta er farið að verða svolítið leiðinlegt. Vince Carter er frábær og skemmtilegur leikmaður en það eru önnur 25 lið fyrir utan þessi sem eru hvað oftast sýnd. Það eru stjörnur í hverju einasta liði sem geta skemmt manni.
Ég pantaði spólu með Denver á Pontel.com og var frábært að sjá Carmelo Anthony á móti Lebron (einn leikur kominn með honum, klapp fyrir því) og svo var á spólunni svo leikur á móti GS Warriors, Jason Richardson og félagar. Ekkert slor skal ég segja ykkur. Ég ætla að halda áfram að senda sýn tölvupóst um þetta mál. Ég vona að þið gerið það líka.

Ble ble !