Amare Stoudemire Eftir að hafa verið frá í mánuð vegna meiðsla er einn af mínum uppáhaldsleikmönnum, Amare Stoudemire kominn aftur og það af fullum krafti. Hann leiddi Suns til sigurs í nótt með 22 stig, 10 fráköst og persónulegt met, 6 stolna bolta. Amare er einn af mínum uppáhaldsleikmönnunum mínum enda fjölhæfur og skemmtilegur leikmaður og auðvitað frábær troðari. Hérna ætla ég aðeins að skrifa um hann.

Æska Amare, eða STAT eins og hann er kallaður (Standing Tall and Talented), verður að teljast í meira lagi óvenjuleg og ætti frekar heima í Jerry Springer þætti heldur en hjá NBA leikmanni. Þegar hann var 12 ára kom hann að pabba sínum látnum og mamma hans og bróðir hafa bæði eytt meiri hluta ævi sinnar í fangelsi.
Hann byrjaði ekki fyrr en í miðskóla að æfa körfubolta og vegna sífelldra flutninga spilaði hann með samtals 6 miðskólaliðum. Það kom þó ekki í veg fyrir frábæran miðskólaferil, hann var alltaf í sérflokki hvar sem hann spilaði og á seinasta árinu sínu í miðskóla voru statsarnir hans ótrúlegir, 29,1 stig, 15 fráköst, 6,1 varin og 2 stolnir, m.a. 45 stig, 17 frá og 11 varin í einum leik.
En hann fékk þó ekki að fara strax í NBA. Það stendur í reglum nýliðavalsins að leikmenn þurfa að hafa stúdentspróf (eða sambærilegt því) til að mega vera valdnir. Þess vegna varð hann að fara í Uni háskólann (junior college) og útskrifast en leikmenn mega ekki spila körfu á meðan þeir stunda nám þar.(heimskulegar reglur).

Hann var síðan valinn af Phoenix Suns í nýliðavalinu, sem ég tel að hafi verið mjög góður kostur fyrir hann sem leikmann. Þeir áttu ekki neinn sérstakan fjarka auk þess sem hann passaði vel inn í leikstíl Phoenix, hraður bolti og flott tilþrif. Hann byrjaði sæmilega með þeim en þegar á leið á veturinn varð hann betri og betri og endaði með 13,5 stig, 8,8 frá, 1,06 varin og náði 25 tvöföldum tvennum. Síðan átti hann ein af tilþrifum ársins með fáránlegri troðslu yfir Michael Olowokandi. Þessir statsar skiluðu honum verðlaunum sem besti nýliðinn.

Í ár hefur Amare bara bætt sig. Hann er að skora meira, verja fleiri skot og stela fleiri boltum. Síðan mun hlutverk hans hjá Phoenix stækka eitthvað núna þegar Starbury og Penny Hardaway eru farnir. Núna þurfa hann og Shawn Marion að taka við leiðtogahlutverkinu hjá þeim og verða aðal stigaskoraranir.

Það má með sanni segja að Amare hafi komið mest á óvart af nýliðunum árið 2002. Fólk kepptist við að segja að hann væri ekki tilbúinn í NBA deildina eða það að aukanámsárið hefði skaðað körfuboltahæfileika hans en með ótrúlegum framförum frá því að hann kom til Phoenix sýndi hann þeim að þau höfðu öll rangt fyrir sér. Hann var með bestu statsa sem leikmaður beint úr miðskóla hefur haft og sló þar við leikmönnum eins og Kevin Garnett, Kobe Bryant og Tracy McGrady. Hann er fyrsti leikmaðurinn beint úr miðskóla sem er valinn leikmaður ársins og var tvisvar valinn nýliði mánaðarins.

Ég held að uppáhaldsleikmaður Amare, Shaq, hafi lýst honum best þegar hann sagði: “I've seen the future of the NBA, and his name is Amare Stoudemire.”