TvDenmark 1 sýndi í kvöld leik Clippers og Toronto. Ég verð að fara horfa meira á þessa stöð, eða allavega vera meðvitaður um daskrána á stöðinni, því þeir sýna 3 til 4 leiki í viku úr NBA deildinni. Lúxus líf að vera með gerfihnattadisk.

En ég ætla segja stuttlega frá leiknum. Ég missti reynar af 1 leikhlutanum, en tel það varla koma af sök, því 2 og 3 leikhluti voru heldur slappir, og því má búast við að sá fyrsti hafi verið enn verri. Þegar ég kom til leiks þá spiluðu Clippers maður á mann vörn og Toronto 2-3 svæði.
Fyrriháleikur rúllaði bara létt í gegn og ekkert merkilegt skeði. Það áhugaverðasta í fyrri háleik var þegar einn dómarinn dæmdi sóknarvillu á Bobby Simmons, það var nú ekki villan sem var áhugaverð, heldur hugrekki(eða heimska) Clippers manna að mótmæla þessum dómi. Dómarinn var ekkert “meðalmenni”. Einhver massaðasti dómar sem ég hef séð í körfubolta, miklu massaðri en leikmennirnir, örugglega með handrukkun sem aukavinnu. Í 3 leikhluta voru nú aðeins meiri læti, aðalega þá í Elton Brand. Varði væntanlegt lay-up hjá Jalen Rose með miklum látum, svo miklum að Rose lá í jörðinn eftir það. Það æsti kallinn nokkuð upp, því í næstu sókn kom Rose aftur og ætlaði í lay-up gegn Brand, það endaði á sama veg, nema núna dæmdu dómararnir villu á Brand. Þá ákvað Brand að reyna sprengja boltan með því að negla honum í jörðina með miklum látum og stórum hvelli, en boltinn sprakk ekki og Brand fekk tæknivillu fyrir tilraunina. Það var nú lítið annað merkilekt sem skeði. En það er óhætt að segja að leikurinn hafi byrjað í 4 leikhluta. Tilþrif á eftir Tilþrifum.
Ég var nú reyndar að fara gefast upp á þessum leik þegar 4 leikhluti byrjaði. En hann byrjaði á því að Chris Wilcox klikkaði á troðsu, náði ekki að koma boltanum upp fyrir hringinn og stopaði á honum. Nokkuð fyndið. En hann fekk villu fyrir þetta, ætli dómararni hafi ekki vorkennt honum fyrir klúðrið. Í næstu sók á eftir sýndi hann það aftur á móti að hann getur troðið, með glæsilegri allyop körfu. Næstur í röðinni var Carter. Hann átti 2 vægarsagt fáranlegar körfur, með mörgum hoppum fyrir skot(ef þett væri í Evrópu þá hefði hann fegið 2 skref dóma). Í bæði skiptin fekk hann villu. En eftir það ákváðu dómararnir að gefa áhorfendunum eitthvað til að tala um, og í stöðunni 90-85 fyrir Toronto tekur Quentin Richardson sig til og dræfar í gegnum vörnina, endar á Carter(Carter að reyna fiska villu) og Richardson hendistu upp í loftið og nær að skjóta á körfuna og skorar(fáranleg karfa) og fær víti að auki sem hann skorar úr. Staðan er þá 90-88. Toronto klúðrar næstu sókninni, og Clippers bruna fram, ég fæ nánast “flass back” í sókn Clippers, því það sama skeður og í fyrri sókninni. Nema þessi endar á því að Carter fær ruðningsdóminn(frægðar villa) sinn og allt verður vitlaust í höllinni. Mér fannst þetta nú ekki vera ruðningur, því Carter var alls ekki búinn að koma sér í stöðu. En þarna voru eftir 23 sek af leiknum og Clippers byrjuðu þá að brjóta á Toronto leikmönnunum og það virkaði ekkert(frekar en fyrri daginn). Svo Toronto vann þetta 94-88, og er óhætt að segja að dómararnir hafi skilið eitthvað eftir fyrir áhorfenduna til að tala um á leiðinn heim.

Ég ætla velja Q. Richardson mann leiksins fyrir þessi stórkosleg tilþrif í 4 leikhluta. En Jalen Rose var mest áberandi hjá Toronto, hitti “svínslega” fyrir utan.
Helgi Pálsson