Í tilefni þess að Orlando[liðið mitt :( ] náð að jafna félagsmetið sitt í 17 tapleikjum í röð og bætir það örugglega í næsta leik, lagar mig til að koma með smá grein um leikmennina sem Orlando hefur sent í burtu undanfarinn 5 ár. Allir þessir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa meikað það eftir að þeir fóru frá Orlando. Reyndar meikuðu sumir þeirra það hjá Orlando líka, en það virtist ekki skipta máli, því þeim var samt skipt í burt. Hérna kemur listinn yfir þá leikmenn sem eru að meika það í dag sem hafa millilent í Orlando:

Corey Maggette(Clippers) - 20,3 stig - 6,0 frák - 3,1 stoð
Ben Wallace(Detroit) - 9,4 stig - 13,0 frák - 3,4 varinn
Chauncey Billups)Detroit) - 20,4 stig - 3,7 frák - 5,6 stoð
Earl Boykins(Denver) - 12,6 stig - 1,9 frák - 3,9 stoð
Matt Harping(Jazz) - 17,0 stig - 8,4 frák - 3,9 stoð
Troy Hudson(Minnisota 02-03) - 14,2 stig - 2,3 frák - 5,7 stoð
Chucky Atkins(Detroit 01-02) - 12,1 stig - 2,0 frák - 3,3 stoð
Mike Miller(Memphis) - 12,3 stig - 4,3 frák - 4,1 stoð.

Ótrúlegt að Orlando skuli ekki hafa getað notað einhverja af þessum mönnum. Allir þessir leikmenn eru í dag lykilleikmenn hjá liðum sínum, fyrir utan C.Atkins, hann á í einhverjum vandræðum í dag. En reynar eiga allir þessir leikmenn eitt sameiginlegt. Þeim var öllum skipt út af stjórnarmanni Orlando. Doc Rivers þáverandi þjálfari Orlando fékk ekkert því ráðið hvort hann vild þessa menn eða ekki.

Reyndar taka glöggir eftir því að Darrell Amstrong er ekki á þessum lista, það er vegna þess að Rivers vildi ekki halda í hann, þess vegna fór hann. Einn af þessum fáum sem Doc Rivers fékk að ráða um eitthvað hvort hann mæti vera eða ekki.

En þegar maður rennir yfir þennan lista þá spyr maður sig, ætli það virkilega að koma manni á óvart að Orlando skuli standa sig svona illa í dag. Nei held nú ekki.
Maður hefur séð svona lagað hjá öðrum liðum, þ.e.a.s að stjórnarmaðurinn skiptir öllum góðu leikmönnunum í burtu án þess að spyrja mann né mús. En maður gerði sér í raun ekki grein fyrir því að stjórnarformaðurinn hjá Orlando mundi gera það. Kannski vegna þess að þessir leikmenn voru ekkert eftirteknaverðir hjá Orlando. En núna þegar maður rennur yfir þennan lista fyrir ofan, þá er ekki laust við að maður verður svo lítið skrítinn á svipinn. Ætli stjórnarformaður Orlando sé ekki kominn í hóp með þeim sem skipta út góðu leikmönnunum.
En ég vona að um leið og Orlando vinni leik þá taki þeir góða rispu, þökk sé riðlinum sem þeir eru í þá er ekki langt í næsta lið fyrir ofan.
Helgi Pálsson