Tímabilið komið af stað Jæja nú eru margir leikir búnir og já, rúmlega mánuður búinn af þessu tímabili og margt skemmtilegt og fróðlegt hefur gerst síðan tímabilið hófst. Ég ætla aðeisn að fjalla um það helsta, ég gleymi kannski einhverju en það verður að hafa það og ef að menn ætla sér að fara að röfla eitthvað þá geta þeir bara skrifað sjálfir greinar um það (sem ég gleymdi).

Indiana Pacers hafa komið allra liða mest á óvart í vetur og hafa sigrað 11 af þeim 13 leikjum þeirra. Reyndar hafa þeir ekkert verið að spila á móti bestu liðum vesturdeildarinnar en það kemur bráðum að því. Reyndar eru einu liðin sem Pacers hafa spilað við úr vesturdeildinni að ég held, þori ekki alveg að fara með það en þau eru, Clippers, Seattle og Denver. Samt sem áður hafa þeir verið að spila mjög vel og má þar nefna hann Jermaine O'Neal fremstan í flokki en hann er stigahæstur liðsins með 19,3 stig á leik og 11 frá og 2,75 blokk. Við sjáum greinilega hvernig stigaskorið dreifist vel á milli manna þegar stigahæsti maðurinn er ekki með yfir 20 stig á leik. Gamli kallinn Reggie Miller hefur svo sem verið að spila ágætlega kallinn, 10 stig í leik en besta hliðin hans, þriggja stiga skotin hafa ekkert versnað, 21 af 42 skotum sínum yfir tímabilið. Ég spái Pacers mjög góðu gengi yfir tímabilið og einni góðu gengi í úrslitakeppninni.

L.A Lakers, sem voru spáð svo góðu gengi fyrir tímabilið hafa ekkert verið að bregðast fólki … 11 af 14 leikjum sigraðir og þar af ósigraðir á heimavelli. Karl Malone hefur fundið sig vel í liðinu og skilar sínum 15,2 stigum. Hann hefur samt einbeitt sér á vörninni og tekur um 11 fráköst í leik. Stigaskorið hjá Kobe hefur auðvitað lækkað við þessa breytingu (komu Payton og Malone), en hann virðist sætta sig við það … allt fyrir titilinn. Hann er að skora 22,5 stig í leik en í fyrra skoraði hann 30 stig í leik. Hittnin hefur hinsvegar skánað og er hún í 47%. Gary Payton hefur einnig fundið sig vel í liðinu og skilar sínum 14,7 stigum og 6,6 stoðsendingum. Þess má einnig geta að Lakers eru að skora 102 stig í leik.

New Jersey Nets, runner-ups í úrslitum síðustu tvö árin hafa ekki byrjað svo vel en hafa aðeins unnið 5 af sínum 12 leikjum. Má þessu helst kenna um að þeim vantar alvöru center, og ekki skánar þetta nú við að Mourning er farinn. Nets virðast vera óheppnir viða að missa centera úr liðinu, annaðhvort skipa þeim (Mutombu og Tod Macoullogh) eða missa þá eins og Mourning. Jason Collins er tilturlega nýkominn inní deildina og getur alls ekki staðist sem góður center, rétt með um 7 stig í leik en tekur um 6,5 fráköst. Jason Kidd hefur hinsvegar staðið við sitt og er með um 17 stig í leik, 9.6 stoð og 6,5 fráköst.

New Orleans hafa komið mönnum mjög á óvart og með Baron Davis þar fremstan í flokki eru þeir líklegir til alls. Davis sem hefur átt einstaklega góða byrjun á tímabili, 25 stig, 8 stoð og um 3 stolna bolta á leik. Ég er samt ekki nógu ánægður með Darrel Armstrong, en hann er nýkominn til liðsins frá Orlando. 10 stig og aðeins 3,4 stoð en ég spáði fleiri stoðsendingum hjá honum.

Orlando hafa ALLS EKKI átt góða byrjun. Unnu fyrsta leikinn sinn (reyndar með 2 stigum í framleng.) en síðan þá hafa þeir tapað 13 leikjum í röð. Eins og með Nets þá hafa Orlando ekki Centerinn en hann er rétt að skora 6 stig og taka 4 fráköst. Orlando aðdáendur hafa verið að bíða eftir endurkomu Grant Hill's en ég býst ekki við því á næstunni. Ég held að fólk þurfi bara að sætta sig við það að hann verður aldrei eins og hann var, jafnvel aldrei heill aftur. Tyron Lue hefur verið að standa sig í Guard stöðunni með honum Tracy og bætt sig verulega frá síðasta tímabili, greinilegt að hann nýtur sín betur hjá Orlando. 14 stig í leik hjá honum. Stigaskorið hjá Tracy hefur droppað talsvert niður frá síðasta tímabili (úr 32,1 í 24,4) samt sem áður hefur hann staðið sig en það þurfa fleiri leikmenn að gera eitthvað en hann.


Jæja nú nenni ég ekki að röfla meira … orðinn þreyttur.

Goat