Lakers óstöðvandi Lakers unnu fimmta leikinn sinn í nótt af 5 þegar þeir mættu hinu mjög svo sterka liði San Atonio Spurs. Reyndar ekki eins sterkt og mögulegt væri því að Spurs léku án stjörnuleikmannsins síns Tim Duncan og Tony Parkers sem stóð sig mjög vel á síðasta tímabili, en þeir gerðu samt vel í að halda í Lakers þrátt fyrir fráveru þessara leikmanna. Eftir 3 leikhluta leiddu Spurs með 2 stig. Malik Rose skoraði úr 2 vítaskotum þegar 45 sek voru eftir, sem jöfnuðu leikinn og þegar 2.1 sek voru eftir fékk Karl Malone tækifæri á að klára leikinn en það tókst ekki og varð niðurstaðan framlenging. Kobe fékk síðan tækifæri að klára leikinn (109-109) þegar rúmlega sekúnda var eftir en það tókst ekki og varð þetta tvíframlengt. Lakers menn unnu þetta síðan með 3 stigum (11-8 í annari fram.).

Sem sagt það tók Lakers 4 STJÖRNU-leikmenn og 2 framlengingar til þess að vinna Spurs liðið sem vantaði 2 lykilmenn. Manu Ginobli átti jafnframt besta leik sinn með spurs liðinu en það var ekki nóg. 33 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar varð niðurstaðan hjá honum. Shaq og Kobe áttu frábæra leiki og skoruðu þeir samtals 72 stig af 120 stigum Lakers. Shaq með 35 stig, 20 fráköst, 6 stoðseningar og 4 varin skot sem er MJÖG gott mál. Kobe 37 stig, 16 af 29 skotum sem er mjög góð nýting. Auk þess tók hann 5 fráköst og stal 4 boltum. Aðeins einn af þeim 6 varamönnum Lakers skoruðu sem er bara einfallt dæmi um slakan bekk hjá þeim. Malone var með 15 stig og 19 fráköst sem þykir mjög góður leikur. Payton með 16 stig, 7 fráköst og 6 stoðseningar. Þetta byrjunarlið Lakers manna er skuggalega gott enda búnir að vinna alla sína leiki í vetur.

Alveg ótrúlegt að Spurs héldu í Lakers allan tímann og spiluðu án þeirra bestu manna.