Leikir næturinnar 4 leikir voru á dagskrá í nótt og einn þeirra var Lakers-Bucks. Eins og flestir sjá mátti búast við öruggum sigri Lakers manna. Lakers menn byrjuðu leikinn betur en þegar 3 leikhlutar voru eftir höfðu Bucks menn yfir, 86-83. Í fjórða leikhluta settu Lakers menn í fjórða gírinn og sigruðu leikinn með 113 stigum gegn 107. Kobe Bryant var besti leikmaður Lakers liðsins með 31 stig, 7 frá og 8 stoð. Shaq var með 23 stig og 14 frá. Payton skoraði 19 stig og Malone 11. Michael Redd átti frábæran leik með Bucks en það var ekki nóg, hann endaði með 36 stig (13 af 23 skotum) og 8 fráköst.

Indiana Pacers unnu Denver Nuggets í lágskora leik, 71-60. Litli titturinn Earl Boykins var stigahæstur Nuggets manna með 18 stig. Carmelo Anthony átti hræðilegan leik með 2 stig á 19 mín, 1 af 13 skotum. Jermaine O'Neal var besti leikmaður Pacers með 25 stig og 20 fráköst sem er nokkuð gott.

Spurs náðu að sigra Miami Heat þrátt fyrir fjarveru besta leikmanns þeirra, Tim Duncan. Spurs skoruðu 80 stig gegn 73. Spurs hafa ekkert verið að skora mikið það sem af er af tímabilinu.

Houston Rockets sigruðu New Jersey Nets 86-75. Nets liðið náði aldrei að finna sig í leiknum en þeir höfðu byrjað mjög vel, allavegana Jason Kidd. Cuttino Mobley skoraði 20 stig fyrir Rockets manna, Steve Francis 17 stig, 10 frá og 6 stoð. Richard Jefferson skoraði 21 stig og tók 7 fráköst. Jason Kidd skoraði 16 stig, 7 frá og 9 stoð. Hann hefur átt góða byrjun á þessa tímabili, 11 stoðsendingar að meðaltali og rúmlega 21 stig.