Fyrstu leikir NBA tímabilsins Jæja NBA tímabilið var startað í nótt með prompi og prakti eins og menn eiga það til að segja. 3 leikir voru á dagskrá og 2 af þeim sannkallaðir stórleikir.

Opnunarleikurinn var Lakers-Mavericks. Fyrsti leikhluti féll algjörlega Lakers megin og staðan eftir hann var 29-15 og náðu Mavericks aldrei að ná þessu forskoti og Lakers unnu öruggan sigur 109-93. Bestu menn Lakers liðsins voru þeir Gary Payton (21 stig, 50%fg, 7 fráköstu og 9 stoð) sem sagt frábær leikur hjá honum og Karl Malone með 15 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar sem sagt næstum því frefölld tvenna. Greinilegt að nýju leikmenn Lakers eru að láta í sér heyra. Kobe Bryant lék ekki leikinn vegna réttarhaldana sem hann stendur í. Bestu leikmenn Dallas Liðsins voru Dirk Nowitzki (19 stig, 13 fráköst) og Antoine Walker með 19 stig og 7 fráköst.

Annar leikurinn var Sixers-Heat. Sá leikur var jafn næstum allan tímann. Staðan 65-62 eftir þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta, þar sem Iverson skoraði 13 stig af sínum 26, gáfust Miami Heat algjörlega upp og sigraði Sixers - 89-74. Bestu menn Sixers liðsins voru Allen Iverson (26 stig, 11 stoðsendingar og 5 stolnir boltar) og Kenny Thomas (15 stig, 7 fráköst). Big Dog Glenn Robinson spilaði ekki leikinn með Sixers. Besti leikmaður Heat liðsins var nýliðinn Dwayne Wade með 18 stig, 4 fráköst og 4 stoð.

Þriðju leikur næturinnar var Spurs-Suns. Jafn næstum því allan tímann en þegar 28 sek voru eftir skoraði Anthony Carter sigurkörfuna úr lay-upi og Spurs spiluðu þétta og góða vörn eftir það og sigruðu 83-82. Bestu leikmenn Spurs voru þeir Tim Duncan (24 stig, 12 fráköst) og Anthony Carter (10 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar). Stephon Marbury skoraði 24 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir lið Suns.