Hörðustu leikmennirnir Það kom ný könnum á dögunum um hörðustu leikmenn NBA og voru General Managers sem svöruðu henni og vildu þeir meina að Ben Wallace væri harðasti, svo kæmi Ron Artest í öðru og síðan Allen iverson í þriðja. Það kemur fólki kannski ekkí á óvart að þeim þykir Ben Wallace harðasti leikmaðurinn. Gaurinn er bara harkan sex. Hann fer inná, berst eins og naut, rífur fráköstin og gerir mótherjana skíthrædda. Ég held að það er auðveldlega hægt að krýna hann kónginn í þeim málum. Ekki veit ég mikið um hversu harður hann Ron Artest er.

En svo eru kannski menn eitthvða óánægðir að Allen iverson sé inná þessum góða lista hjá þeim. Segja að hann sé bara eikker lítill aumingi. En Iverson hefur misst af ótrúlega fáum leikjum vegna meiðsla … ef að menn miða við meiðslin hjá honum. 53 leikir hafa farið framhjá honum vegna meiðslna, 22 í 2001-2002 tímabilinu. Hann var gagnrýndur á fyrri árum sínum að leggja svo hart á sig og fara svo hart uppí lay-uppin (drævin) og óttuðust menn að hann yrði angraður af meiðslum allann sinn feril. Iverson hefur nebbla oft hrist af sér meiðsli mjög fljótlega og má þar nefna t.d að eikkerntímann á síðasta tímabili handabrotnaði hann í leik, hélt áfram allan leikinn og stóð sig bara mjög vel … man ekki alveg hvernig þetta var. Síðasta pre-season meiddist hann illa í hægri fingri og óttaðist að hann myndi ekkert spila í pre-seasoninu en hann missti aðeins af einum leik þar og spilaði alla leiki á tímabilinu. Hetjulegasta effortið eins og maður getur orðað það var þegar hann meiddist illa í leik 7 á móti Milwaukee Bucks, svo sárt að hann gat varla sest niður, lék allan leikinn og skoraði 48 stig.

Hvað finnst mönnum um þetta allt. Á iverson heima á þessum lista eða er hann bara 183 cm lítill aumingi … er Ben Wallace harðasti maður deildarinnar eða eiga eikkerjir fleiri leikmenn heima á þessum top3 lista.