Grindvíkingar að hressast og skipta um Kana Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð,detta útúr bikarnum og vera komnir niðrí 7. sætið í deildinni(Þar sem þeir sitja reyndar enn) tóku Grindvíkingar sig saman í andlitinu og unnu Skallagrímsmenn í Röstinni(fyrir þá sem ekki vita það þá heitir heimavöllur Grindvíkinga þetta). Þetta leit reyndar ekki vel út í byrjun og voru Grindvíkingar undir í hálfleik, 34-40. Í seinni hálfleik fóru hlutirnir að ganga, þriggjastiga skotin duttu og Kevin Daley tróð nokkrum sinnum með tilþrifum og var með 28 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.

En þrátt fyrir þetta ákvað stjórn Grindavíkur að láta Daley fara og hafa fengið til liðs við sig nýjan Kana, Billy Keys að nafni.
Þrátt fyrir að Daley hafi verið góður leikmaður var hann ekki týpan sem Grindavík vantaði en þeir eru á höttunum eftir meiri leiðtoga og stjórnanda. Billy mun víst henta því hlutverki betur heldur en Kevin.

Meðfylgjandi mynd er af hinum nýja leikmanni Grindavíkur, Billy Keys.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _