Lið Njarðvíkur í Epson-Deildinni er ákaflega óáreinilegt um þessar mundir. Það er ekki nóg með að þeir hafi einn besta útlending sem hefur leikið hérna á fróni frá upphafi, og svo sterkan Dana sem hefur fínustu hreyfingar, ofan á gömlu jaxlanna, heldur hafa þeir einnig fengið Friðrik Stefánsson tilbaka, kom rétt fyrir jól. Nú síðast sigrðu Njarðvíkingar Hamarsmenn næsta auðveldlega, og var það fyrsti tapleikur Hamars á heimavelli í Epson Deild.
Njarðvík trónir á toppi deildarinnar með 24 stig, næst á eftir kemur lið Keflvíkinga, sem er knúið áfram af hinum ótrúlega Calvin Davis, sem virðist geta gert allt sem þarf inn á vellinum. Stólarnir eru jafnir Keflvíkingum, en Stólarnir vita manna best hversu Njarðvíkurliðið er sterkt, en Sauðkrækingar töpuðu fyrir þeim í fyrsta leiknum eftir að Friðrik snéri heim. En Stólarnir hafa ekki verið að sýna styrkleika sinn sem skyldi, eftir stórt tap gegn slöku liði Valsara. Valur Ingimundarson sagði í viðtali í upphafi ársins 2001 að Stólarnir ætluðu að reyna að halda uppteknum hætti, en hann sagðist hræðast það að þeir myndu dala eins og áður hefur gerst.
En ég tel að Njarðvíkingar taki titilinn í ár, með þetta frábæra lið, og munu Brenton og Friðrik fara fyrir annars frábæru liði!