Það er greinilegt að þeir sem samþykja skoðunarkannanir eru ákaflega fljótir að gleyma, því hefur verið áður!
Að bera saman Kobe og Jordan er eitthvað sem margir hafa verið að leika sér að, en það er regin munur á þeim ; Kobe er leiðinlegur montrass, Jordan var að sjálfsögðu líka hrokafullur, en hann talaði ekki illa um félaga sína opinberlega!
Ein er nú sagan sögð af Jordan. Það var þegar Steve Kerr tryggði þeim sigur í úrslitum hérna um árið. Það var þannig að það var tekið leikhlé og farið yfir hvernig þeir ætluðu að hátta síðustu sókn leiksins, Jordan fer til Kerr og segir ; “ef þeir tvöfalda mig vertu þá tilbúin”! (og bætti við; “you better make it” =)) Kerr sagðist vera tilbúinn, fékk boltann og þrumaði honum ofan í. Það var svo þegar liðið kom heim og skrúðganga haldin að allir leikmenn áttu að halda ræðu, segja eitthvað!
Kerr sagði: “Jordan bað mig um að vera tilbúinn svo að ég gerði mig klárann og hitti! Það var tími til kominn að einhver annar en Jordan hitti” þetta var allt sagt í fyndnum tóni og allir fóru að hlægja nema einn! Jordan að sjálfsögðu. Hann fór til Kerr eftir alla skrúðgönguna, tók hann afsíðis og sagði: “þú skalt aldrei segja svona aftur fyriri framan múg og margmenni! Þetta er mitt lið, mín borg og enginn leikmaður í mínu liði talar svona um mig!”

Málið er að Jordan réð öllu hann var meiri leiðtogi en Kobe. Því að Jordan beið með að “rífa kjaft” við félaga sína, þeas stjórnast í þeim, hann beið þangað til hann var reyndur kall og var með virðingu!
Kobe Bryant er búinn að vera að rífast við Shaq alveg síðan hann kom í deildina, hann vill vera stjarnan í liðinu, þetta er “liðið hans” að hans mati, sem er auðvitað algjört bull!
Shaq er leiðtoginn, hann er mikilvægari fyrir liðið, ef ég væri Phil Jackson myndi ég skipta Kobe til Miami fyrir Eddie Jones, og þeir myndu pottþétt fá einhvern með honum, Mason? Brian Grant? bara einhvern!
Burt með kobe =)