Æ greyið Karl Malone já ég segi greyið því ég vorkenni kallinum. Hann hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér, alveg frá því ég byrjaði að safna NBA myndum áður en ég vissi hvað NBA var. Mér fannst bara svo flott mynd af honum á ‘90-’91 Hoops myndunum og ákvað því að halda með honum.
En nú hefur hann sagt skilið við félaga sína í Utah Jazz og hefur gengið til liðs við Los Angeles Lakers, sem nú skarta stórstjörnum á borð við Shaquille O'Neil, Kobe Bryant og Gary Payton. En þessi félagsskipti kostuðu sitt fyrir Póstmanninn, því hann hlaut 92% launalækkun, eða frá 1.500 miljónum á ári í 118 miljónir. Þetta var vegna launaþaks sem sett var á NBA lið og Lakers gátu ekki boðið honum hærra, vegna gífurlegra launa hjá Shaq og Kobe. “Skítt með $$$, mig langar í titil”
Einnig kom fram að Magic Johnson gaf Malone leyfi til að spila í treyju #32, sem átti að vera sett til hliðar, Magic til heiðurs. Sérfræðingar telja þetta LA Lakers lið eitt það sterkasta í sögu NBA frá upphafi (engin furða).
Kveðja,
Jericho