Já þad er satt Payton er kominn til Lakers og talið er að Karl Malone mun koma líka því að hann gaf það upp að ef Lakers munu fá Payton þá mun hann skrifa undir fyrir 1.5 milljónir dalla á ári sem er ótrúlega litlir penningar í nba sem dæmi þá er Shaq með 28 milljonir dala.Payton gerði tveggja ára samning og fær hann um 4,9 miljjonir dala en hann var líka með yfir 20.milljónir dala.Það sýnir sig að þessi frábærir Leikmaður vill vinna meistaratitil því honum var boðið 11.milljónir hjá Miami og mun meira hjá Portland.
Malone er með fleirri tilboð hjá sér en það er talið líklegt að núna langar honum í hryng.
Ef þetta verður niðurstaðan þá verður Lakers liðið það sterkasta lið deildarinar frá upphafi.Því aldrei hafa fjórir Hall of Fame leikmenn spilað í sama liði.

C Shaq
pf Malone
sf George
sg Bryant
pg Payton

Ég veit að Boston var með frábært lið frá 1960-70,Lakers var með frábært lið 1980-90. Chigaco með frábært lið 1991-98 en þetta Lakers lið er allavega sterkasta lið á pappírnum sem um getur.

p.s Ég veit að það er ekki bara nó að vera með sterkt lið á pappírnum, en það hjálpar geðveikt þegar það lítur svona út.
Núna vonar maður að Kidd fari til Spurs og Mourning fari til Dallas svo að deildin verði eithvað spennandi.

Mín spá Lakers meistara næstu 2 árin
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt