Ég horfði eins og eflaust allir hér á þessu áhugamáli á leikinn á Sunnudag. Skítsæmileg skemmtun. Ég veit ekki ekki af hverju það eru ekki sýndir tveir leikir á sunnudögum þegar það eru tveir leikir á sunnudögum. Þó að seinni leikurinn sé kl. 0:00 eða 1:00 þá láta alvöru NBA aðdáendur sig hafa það að horfa á það svo seint. Maður horfir á leikina og allan tímann eru auglýsingar: ´´Stay tuned for Dallas-Portland eða whatever lið, after this game. Svo eru sumir leikirnir double-headers (ef þið vitið ekki hvað það er, þá eru það tveir leikir beint í röð), þeir sýna fyrri leikinn og klippa á hinn og sýna svo hvað Pepsi-Toppleik vikunnar!!!!, sem er endursýndur fótboltaleikur. Ekki reyna að segja mér að fleiri horfi á það heldur en beina útsendingu af NBA. Ég horfi ekki einu sinni á endursýninguna daginn eftir á sýn á NBA leiknum ef ég missti af honum kvöldið áður, nema það séu einhver stórlið að spila og ég hef gert allt til að heyra ekki hver úrslitin voru, sem er erfitt þar sem nánast allir sem ég þekki horfa á NBA og senda sms yfirdrullanir eða hamingjuóskir þegar leikurinn er búinn. Vinir mínir eru Lakers, Portland, Phoenix, Boston og gamlir Bullsarar og þetta eru lið sem sjást of sjaldan eða aldrei (fyrir utan Lakers sem eru farnir að sjást nokkuð reglulega). Þið verðið að afsaka þetta röfl í mér en það er eitthvað af þessu rétt hjá mér. Sáuð þið sýnt úr Portland - Dallas ? Reyndar ekki spennandi stigaskorunarlega séð, en glæpamennirnir tóku útlendingana í Dallas í kennslustund. Þeir voru troðandi eins og asnar, gefandi aftur fyrir bak og talking trash. Þannig bolta vill maður sjá.
Ég ætti kannski að hringja til Norðurljósa og gá hvort þeir geti ekki bætti við NBA-LeaguePass stöðinni sem sýnir meira en 40 nba leiki á viku. 170 dollarar (13.000kr.) kostar allt tímabilið úti í USA. Sem er álíka og það sem við borgum fyrir að sjá endursýnda fótboltaleiki og golf í 4-5 mánuði á sýn og í mesta lagi 2 nba leiki á viku.
Takk fyrir að hlusta á nöldrið í mér.
Ble ble