Ég er að verða brjálaður á þessu kjaftæði hjá SÝN. Hvað er málið með að sýna bara einn andskotans leik á viku? Kannski kostar það nokkra peninga að fá að sýna þá beint. En þeir þurfa ekkert endilega að sýna þá beint, bara eftir dagskrána á Sýn. Eins og í gamla daga þegar maður píndi sig til að vaka þar til leikirnir byrjuðu. Eða þá að sleppa að sýna þessar öööööömurlegu myndir sem þeir sýna á kvöldin. Ég efast um að einhver gráti ef þeir sleppa að sýna mynd kvöldsins sem er Carnival of souls, hún fær heila 2,9 á imdb.com. Og ef ég sé ekki einn leik með Suns í ár þá klikkast ég. Ég er kominn með hundleið á sömu liðunum aftur og aftur. Sixers sérstaklega, Iverson er flottur en kommon, hinn kanadíski T-Mac er næstur á eftir honum í skemmtilegheitum í þessu liði. Ég er Lakers maður, ég hver vill ekki sjá Minnesota drepa þá. KG alveg brjálaður og spennan í hámarki. Ég held að ég hafi ekki séð neinn leik með Celtics í ár. Þeir slepptu að sýna Portland-Lakers því þeir vildu frekar sýna seinasta leik Jordans. Ekki bjuggust þeir við 50 stiga leik og spennu á þeim bæ ! Einhver leiðinlegasti leikur sem ég hef séð. Hefði frekar horft á golfið í beinni.
Næsti leikur er eflaust Webber-laust Sacramento á móti elliheimilismatnum Utah Jazz. Þakkir til þeirra sem lásu þetta, ég varð bara að koma þessu frá mér. Takk kærlega !