Enn eitt liðið til að skipta um kana var Þór Akureyri. Clifton Bush fór heim, hvort hann var sendur heim eða fór heim að sjálfsdáðum er óvitað, enn eru tvær sögur í gangi þar. Hefur þó fyrirliði Þórsara þvertekið fyrir það að eitthvað ósætti hafi komið upp á milli stjórnarinnar hjá þór og Clifton. Clifton hefur spilað á Ísafirði og Stykkishólmi.
Sá er tekur við af honum þekkir til þarna fyrir norðan, það er Maurice Spillers.
Þórsarar eiga leik gegn Borgnesingum sem hafa fengið hlyn bærings heim. Þar verður hörkurimma.
Friðrik Stefáns, miðherji íslenska landsliðsins, spilar sinn fyrsta leik eftir að vera kominn heim frá Finnlandi. Njarðvíkingar still upp sterkum “frontcourt” þar sem Daninn Jes og Friðrik spila stórt hlutverk. Logi, Brenton og Teitur verða líklega í byrjunarliðinu auk þeirra. Það verður gaman að sjá Njarðvíkingana er þeir taka á móti UMFT, báráttan undir körfunni verður skemmtileg þar sem stólarnir mæta með Myers og Svavar. Kiddi “fiskibolla” Friðriksson hefur einnig oft mætt í Njarðvíkina og neglt þriggja, því verður þetta skemmtileg barátta og verður í beinni á sýn.