Stórmerkileg skipti urðu núna í kvöld, 20 febrúar. Gary Payton og Desmond Mason eru farnir til Milwaukee í skiptum fyrir Ray Allen, Kevin Ollie og Ronald Murray.

Seattle létu sér það ekki nægja og skiptu varaleikstjórnandanum sínum, Kenny Anderson ( var reyndar meiddur), til New Orleans í skiptum fyrir Elden Campbell. Elden Campbell spilar Center, einmitt sú staða sem Seattle eru veikir fyrir. Campbell hefur hinsvegar verið meiddur og verið í mikilli lægð upp á síðkastið.

Það kemur alls ekki á óvart að Gay Payton sé farinn enda var samningurinn hans að renna út, en það kemur frekar mikið á óvart að Ray Allen hafi verið í skiptum fyrir hann. Auðvitað hefur það haft mikið að segja að George Karl, þjálfari Milwaukee, þjálfaði Seattle á sínum tíma og þekkir því Gary Payton mjööög vel og Payton er sagður líka vel við það að spila fyrir George Karl og gagnkvæmur vilji verið fyrir hendi að sameinast á ný. Milwaukee hefur verið á miklu skriði þessa daganna, og Ray Allen var þeir stigahæstur með 22 stig í leik. Þessi skipti hjá Milwaukee að skipta Ray Allen (28 ára) fyrir Gary Payton (35 ára) finnst mér vera ansi óvænt, þó svo að Payton sé alveg frábær leikmaður og ekki sakar að fá Desmond Mason með. Ég hafði samt haldið að Milwaukee vildu halda Ray Allen í liðinu. Hinsvegar þá eru þeir að fá einn allra besta leikstjórnandann í NBA plús hinn efnilega Desmond Mason (troðslumeistara 2001).

Nú er skrýtið vandamál. Milwaukee hafa fyrir leikstjórnandan, Sam Cassell, sem er að mínu mati einn vanmetnasti leikmaðurinn í deildinni. Gary Payton er auðvitað talsvert betri en hann, en mér finnst að Milwaukee hefði miklu frekar átt að fá sér stóran leikmann. Spurning hvort þeir láta Sam Cassell kannski spila sem skotbakvörð.

Nú hefur myndast sjaldgæft vandamál hjá Seattle að þeir hafa engan leikstjórnanda, þeir höfðu tvo en nú hafa þeir engan frambærilegan. Kevin Ollie sem hefur verið varamaður fyrir Sam Cassel er tæplega nógu góður, en er eini eiginlegi leikstjórnandinn hjá Seattle. En á hinn bóginn þá hefði Seattle misst Gary Payton fyrir ekki neitt þegar samningurinn hans mundi renna út eftir þetta tímabil. Hvað verður núna um Brent Barry? Verður hann varamaður fyrir Ray Allen?

Seattle missa þarna sinn aðalleikmann síðustu 10 árin og þetta eru mikil tímamót fyrir Seattle sem verða núna að byrja nánast með leik sinn á byrjunarreit því leikur þeirra hefur snúist algerlega um Payton. Seattle byrjaði vel á þessu tímabili en hefur dalað mikið, þrátt fyrir fínt tímabil að vanda hjá Payton.

Milwaukee hafa verið í gífurlegum vandræðum með Center og Jason Caffey er engan veginn nógu góður í þeirri stöðu. Þessi skipti löguðu þetta vandamál ekki neitt og mér finnst algjör óþarfi að skipta þessu liði upp sem hefur gengið svona vel og ef þeir ætluðu að skipta einhverju þá áttu þeir að reyna að fá Center.

Þess má til gamans geta Gary Payton lék 999 leiki fyrir Seattle og síðasti leikur hans fyrir Seattle endaði með sigri á New York þar sem Payton skoraði 31 stig og Desmond Mason með 9 stig.

Síðasti leikur Ray Allen var tap gegn Clippers og Allen var með 19 stig.

Maður veltir því fyrir sér núna hvort Milwaukee sé að stefna hátt á þessu tímabili. Gary Payton er ekki ungur en er alveg þrusugóður og Austurdeildin er ekki sterk. Kannski verður núna að Michael Redd, (þrusu 3 stiga skytta og örvhentur í þokkabót) verði settur í byrjunarliðið í skotbakvörðinn, gömlu stöðuna hans Ray Allen og þá að Sam Cassell verði á bekknum. Eða Sam Cassell í skotbakvörðinn. Eða kannski Desmond Mason í skotbakvörðinn. Milwaukee er núna komið með ansi góða breidd í 3-4 minnstu stöðurnar fyrir utan Center. Það verður skemmtilegt vandamál sem bíður George Karl þjálfara Milwaukee að pússla þessu liði saman.

Seattle liðinu bíður mikið vandamál að því leyti að nú sárvantar leiðtoga og leikstjórnanda. Ray Allen er ekki þessi týpiski leiðtogi og Kevin Ollie er alls ekki slíkur, þar að auki hefur hann enga reynslu þvi hann hefur alltaf verið varaskeifa fyrir Sam Cassell, en Seattle virðist frekar vera að huga að framtíðinni sem er mjög skynsamleg því þeirra möguleiki að komast í playoffs er hvort sem er úti, en Milwaukee er á fullu í playoffs og vilja árangur þar bara helst í gær. Með Gary Payton og George Karl sameinaða, þá gætu Milwaukee komið á óvart þetta tímabil. Við skulum ekki gleyma því að 1996 þá komst Seattle alla leið með þessa tvo leikmenn innanborðs.

Og rúsínan í pylsuendanum??? Hvaða lið haldið þið að mætist núna í nótt? Ég þarf ekki einu sinni að segja það, þið getið alveg giskað á það. Jú, ég ætla að segja það. Milwaukee og Seattle mætast í nótt í Seattle!