Fyrir u.þ.b. mánuði sendi jois inn frábæra NBA triviu á þetta áhugamál og Aronkidd kom síðan með triviu úr íslenska boltanum. Það var talað um að það ætti að koma fleiri svona spurningakeppnir en ennþá hefur engin önnur komið þannig að ég ákvað að senda inn eina úr NBA. Ég ætla að hafa hana líka þeirri sem jois sendi (enda var hún algjör schnilld) og vona að hún verði nógu erfið. Þið sendið mér síðan svörin og eftir svon 1 ½ til eina viku sendi ég svörin og hverjir unnu. Enjoy.


1. Spurt er um leikmann
Hann lék m.a. með Chicago Bulls, Atlanta Kings og Orlando Magic. Hann var mjög góður skorari en hafði meiri áhuga á dansi og skotveiði heldur en körfubolta. Eftir NBA ferilinn lék hann eitt ár á Ítalíu, tímabilið 1991-‘92 og skoraði yfir 29 stig í leik þar.
Hefur leikið með m.a. Nick Anderson, Mookie Blaylock, Moses Malone og Dominique Wilkins.

2. Spurt er um lið
Það hefur ekki ennþá unnið meistaratitil og besti árangur þeirra er að komast í úrslit Austurdeildarinnar tímabilið 1975-’76. Tímabilið 1988-’89 voru þeir reyndar komnir með sterkan hóp, hvítan pointara sem er/var ein besta vítaskytta deildarinnar, frábæran center og sterkan framherja sem hefur nokkrum sinnum komist í stjörnuleikinn. Samt komust þeir ekki langt og heldur ekki næstu tímabil þrátt fyrir að hafa haft sterkan hóp. Núna eru þeir eitt af lélegustu liðum deildarinnar og áttu þeir líklegast verstu skiptin fyrir tímabilið.

3. Spurt er um leikmann
Byrjaði feril sinn hjá Indiana þegar það fór í NBA deildina en spilaði mest allan feril sinn hjá öðru liði (10 af 15 árum) og spilaði langbest hjá því liði. Hann var stigahæsti leikmaður 9. Áratugsins, með 25.9 stig í leik en minnkaði meðalskorið um heil 4.4 stig á hinum fimm árunum sem hann spilaði. Hefur orðið oftar en einu sinni stigahæsti leikmaður deildarinnar (í annað skiptið var hann samt ekki með hæsta meðalskor í leik).
Hefur leikið með m.a. Kiki Vandeweghe og Chris Jackson/Mahmoud Abdul-Rauf.

4. Spurt er um leikmann
Hann var án efa einn besti evrópski leikmaðurinn sem hefur spilað í NBA. Hittni hans var ótrúleg og hann var talinn einn besta skyttan í NBA. Þegar hann spilaði í Evrópu átti hann mörg ótrúleg met, t.d. skoraði hann 112 stig í einum leik og 69 stig í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða. Hjá fyrsta liði sínu fékk hann lítið að spila en þegar hann skipti um lið byrjaði hann að spila betur og betur og var að ljúka frábæru tímabili þegar hann lenti í bílslysi og lést, þann 7. júní.
Hefur leikið með m.a. Derrick Coleman, Clyde Drexel og Kenny Anderson

5. Spurt er um leikmann
Gamall „refur" sem er ennþá að spila. Er enginn sérstakur sóknarmaður en var einn besti varnarmaður deildarinnar og er ennþá í sterkur. Samt er hann fín skytta inni í teig en skýtur bara ekki mikið. Er góður vinur Jordans. Hann hefur oftar en einu sinni orðið frákastahæstur. Í fyrra var hann hjá liðinu sem hann byrjaði hjá en fór til annars liðs í sumar.
Hefur spilað með m.a. Michael Jordan, Tyson Chandler og Jalen Rose.

6. Spurt er um leiktímabil (skrifið þá heilt tímabil (2002-03) ekki eitt ár (2003))
Í deildinni voru tveir leikmenn sem spiluðu óaðfinnanlegan leik og voru að eiga sitt besta ár frá upphafi. Það voru þeir Michael Jordan sem var orðinn óstöðvandi stigamaskína og skoraði meira en nokkurn tímann fyrr og síðan Magic, sem að leiddi Lakers að NBA titli. Kareem Abdul-Jabbar var orðinn gamall og þrátt fyrir að vera ennþá lykilleikmaður í Lakers þá lækkaði stigaskorið hans meira en það hafði nokkurn tímann áður gert. Vestrið vann stjörnuleikinn og Michael Jordan varð troðslukóngur.

7. Spurt er um leikmann
Var ekki valinn fyrr en fjórtándi í nýliðavalinu og lék aðeins rúmar 17 mínútur fyrsta árið sitt. Síðan varð hann einn besti leikmaður deildarinnar, en var ekki með nógu góðum leikmönnum til þess að vinna titil. Á seinni árum sínum skipti hann yfir í annað lið og vann með því loksins sinn fyrsta meistarahring. Hefur troðið á körfu í 338 cm hæð.
Hefur spilað með m.a. Buck Williams, Chris Dudley og Sam Cassell.

8. Á gullárum LA Lakers (1979-88) þegar Lakers hraðlestin vann 5 titla á einum áratugi var helsti styrkleikur þeirra frábært byrjunarlið. Það voru sjö leikmenn sem voru helstu byrjunarliðsleikmenn þeirra á þessum árum. Nefndu 5 þeirra.

9. Spurt er um leikmann
Hann var lykilleikmaður í meistaraliði Detroit 1988-90 og í einvíginu á móti Lakers tryggðu hann og annar leikmaður Detroit liðinu sigurinn með ótrúlegum leik. Mög góður sóknarmaður, frábær vítaskytta og ennþá betri varnarmaður. Spilaði með Dreamteam II á heimsmeistaramótinu í Toronto.
Hefur spilað með m.a. Vinnie Johnson, Bill Laimbeer og Dennis Rodman

10. Margir frábærir leikmenn hafa spilað með Philadelpha 76ers, áður Syracuse Nationals í gegnum tíðina. Dolph Schayes var aðal leikmaður Syracuse þegar NBA deildin var að byrja, Wilt Chamberlain var besti leikmaður þeirra þegar þeir fluttu til Philly, Doktorinn, Julius Erving sýndi takta sem enginn hafði séð áður með þeim á 8. áratugnum, Moses Malone var besti centerinn á sínum tíma, snillingurinn Charles Barkley var ótrúlegur og núna er Allen Iverson að skora öll stig þeirra. En sá leikmaður sem hefur skorað flest stig fyrir liðið er Hal Greer, sem spilaði á sama tíma og Chamberlain. Er þessi fullyrðing sönn? Ef ekki, hver hefur þá skorað flest stig fyrir liðið?