Kobe í stuði 2 Ok fólk þetta er farið að vera alveg fáranlegt, alveg ótrúlegt og minnir einna helst á jordan á sínum bestu árum en hann Kobe Bryant er búinn að spila eins og ég veit ekki hvað undanfarna kannski 15 leikji. Hér á myndinni til hliðar er hann að troða boltanum yfir Yao Ming (ekki oft sem það gerist) en í þeim leik skoraði hann 52 stig af 106 stigum Lakers sem verður að teljast alveg fáranlegt að leikmaður sé að skora um 48% stiga liðsins. Hann var að sjóta 50% av vellinum, 33% frá 3-ja stiga línuni og 100% úr vítum. Einnig átti hann 7 stoðsendingar og átta fráköst. Reyndar má bæta því við að Lakers unnu 106:99 í tvíframlengdum leik þar sem Bryant skoraði öll 9 stig Lakers í fyrri framlengingunni og 8 í síðari og má eiginlega að hann hafi unnið þennan leik fyrir Lakers en Shaq var ekki með.


Ég verð nú bara að hrósa manninum og ég vil minna á það að ég er ekki Lakers og ég hata hreinlega þennan leikmann en hann er að senda skilaboð til allra sem segja að Lakers komast ekki í úrslitakeppnina og að hann sé bara einspilari (sem hann gerði reyndar í leiknum en hey, 7 stoðsendingar). Smá tölfræði pælingar en þetta er í annað skipti í nokkrum leikjum þar sem Bryant skorar yfir 50 stig, þetta er sjötti leikurinn í röð þar sem Bryant skorar yfir 40 stig og sá 10. í röð þar sem hann skorar yfir 35 stig (alltaf gaman af smá tölfræði).