Pælingar Núna er NBA deildin rúmlega hálfnuð og línurnar farnar að skírast og það hefur margt komið á óvart. Það merkilegasta er líklegast lélegt gengi Lakers og frábært gengi Dallas. Ég ætla að fara yfir hvernig liðunum hefur gengið í vetur og spá hvernig þeim mun ganga seinni hlutann.
Tölurnar sem koma á eftir nafninu segja til um hvaða sæti liðið er í Vestur/Austurdeildinni og seinni talan í hvaða sæti af öllum liðunum og talan í sviganum er spá ESPN áður en deildin byrjaði. Athugið að þetta er skrifað 25. Janúar, þannig að sumir statsar gætu verið búni að breytast.

ATLANTA HAWKS: 11 , 22 (11)
Hefur ekki gengið eins vel og þeir (og ég) vonuðu. Þrátt fyrir að hafa frábæra leikmenn eins og Shareef Abdur-Rahim, Jason Terry og Big Dog þá eru þeir með 383 vinninghlutfall, hafa unnið 18 og tapað 29. Það er sama vandamál hjá þeim og Lakers, bekkurinn er alls ekki nógu sterkur og Theo Ratliff er ekki ennþá kominn í 100% form eftir meiðslin í fyrra. Ef þeir ætla að eiga einhvern möguleika á að komast í playoffs þá verða þeir að spila betur saman og hugsa meira um liðið en sig sjálfan.

BOSTON CELTICS: 4 , 12 (5)
Þeim hefur gengið líkt og í fyrra, Antoine Walker og Paul Pierce hafa leitt liðið og séð um að vinna leikina. Reyndar hefur Antoine Walker verið meiddur að undanförnu en það skiptir engu, Pierce hefur bara spilað enn betur á meðan. Samt held ég að þeim muni ekki ganga eins vel og í fyrra, NJ, Detroit eða Indiana eru líklegri til að komast í úrslit austurdeildarinnar.

CHICAGO BULLS: 12 , 24 (13)
Chicago er með ungt og efnilegt lið. Þeir hafa bætt sig síðan í fyrra en samt gætu þeir verið ofar. Tyson Chandler byrjaði árið mjög vel en eftir u.þ.b. 15 leiki byrjaði hann að dala og sömu sögu má segja um nýliðann þeirra, Jay Williams. Jalen Rose og Doneyll Marshall sem kom frá Utah hafa verið bestu leikmenn þeirra, en Rose er samt ekki vinsæll í liðinu vegna hversu mikill einspilari hann er, og það hefur mikið verið talað um að skipta honum. Ég spái þeim ekki sæti í úrslitakeppninni en þeir gætu orðið nálægt því.

CLEVELAND CAVALIERS: 15 , 29 (15)
Cleveland, ásamt Denver, hafa verið áberandi lélegustu liðin í deildinni. Cleveland henti frá sér snillingnum Andre Miller og fengu í staðinn Darius Miles sem hefur ekki getað mjög mikið í ár. Einu leikmennirnir sem virðast spila með hjartanu, ekki peningunum eru Ricky Davis, leikmaður sem á að verða “Most Improved Player”, og Zydrunas Ilgauskas. Þeir munu halda neðsta sætinu og geta aðeins hlakkað til nýliðavalsins, þar sem þeir munu hafa góða möguleika.

DALLAS MAVERICKS: 1 , 1 (2)
Í dag eru Dallas, ásamt Sacramento, bestu liðin. Þeir hafa aðeins tapað 9 leikjum og eru með .804 vinningshlutfall. Þeir byrjuðu seasonið ótrúlega, unnu 14 eða 15 leiki í röð og virtust óstöðvandi. Þeir hafa aðeins hægt á sér síðan þá en eru samt að spila frábærlega. Dirk Nowitzki, Steve Nash og Michael Finley eru einfaldlega óstöðvandi þegar þeir eru í ham og ekki versnar það við að hafa leikmenn eins og Nick Van Exel og Shawn Bradley með sér, Bradley er að spila frekar vel miðað við hvernig honum hefur gengið á seinustu árum, hann er ekki bara stór núna. En þrátt fyrir þetta frábæra gengi spái ég frekar Sacramento tiltlinum. Þeir virðast stöðugri og eru reyndari.

DENVER NUGGETS: 14 , 28 (14)
Denver er er alls ekki sterkt lið, þeir eru ákkúrat andstæðan við sterkt lið. Sterkasti leikmaðurinn þeirra, Juwan Howard er t.d. ekkert frábær leikmaður, samherjar hans eru bara svo lélegir að hann skorar og tekur þokkalega mikið af fráköstum. Eina baráttan hjá Denver það sem eftir er af vetrinum verðu um að vinna fleiri leiki en Cleveland.

DETROIT PISTONS 3 , 5 (6)
Fyrir þetta season spáði ég Detroit ekki neinu sérstöku gengi, 7 sæti í austrinu. Núna sé ég að það var algjört kjaftæði í mér og ég hálf skammast mín fyrir að hafa talað svona illa um svona skemmtilegt lið. Þeir eru með .674 vinningshlutfall og stefna greinilega í a.m.k. úrslit austurdeildarinnar. Rip Hamilton er búinn að vera mjög skemmtilegur og svo hafa þeir auðvitað Ben Wallace, besta varnarmanninn í dag. Þeir tveir hafa leitt liðið og ég vona að þeir komist langt.

GOLDEN STATE WARRIORS: 11 , 20-21 (13)
Golden State hafa komið mörgum á óvart, þ.á.m. mér með því að hafa unnið heila 20 leiki og tapað 26. ESPN spáði þeim næst seinasta sæti í vestrinu en þetta unga lið, með sterku og ungu byrjunarliði, Gilbert Arenas, Jason Richardson, Erick Dampier, Troy Murphy og snillingnum Antawn Jamison hafa þeir sýnt að það var kjaftæði.

HOUSTON ROCKETS: 8 , 11 (9)
Houston byrjuðu mjög vel þrátt fyrir að Yao Ming byrjaði illa en nú hefur þetta snúist við, Ming er byrjaður að spila ágætlega en Houston hefur ekki gengið eins vel. Nú eru þeir með .556 vinningshlutfall og hafa unnið 24 af 45 leikjum sínum. Yao Ming, sá sem mest var talað um fyrir seasonið, hefur ekki komið á óvart, hvorki á góðan né vondan máta. Hann skorar um 11 stig í leik og tekur 8.1 frákast að mtl. Hins vegar hefur Steve Francis verið að spila mjög vel, með 22.7 stig og 6.1 stoðsendingu að mtl. Houston getur gert betur, þeir hafa þrjá góða leikmenn, þá tvo ofangreindu og svo Corey Maggete. Ég spái þeim 6. sæti í vestrinu og vonandi komast þeir í aðra umferð.

INDIANA PACERS: 1, 2 (4)
Indiana byrjuðu líka mjög vel en munurinn á þeim og Houston er að þeim gengur ennþá vel. Þeir eru með næstbesta vinningshlutfallið á eftir Dallas, hafa unnið 34 af 48 leikjum sínum (.708) og virðast ætla að halda því. Jermaine O’Neal hefur átt mjög gott ár, sem og Ron Artest og svo er Reggie Miller alltaf traustur. Samt spái ég New Jersey fyrir ofan þá, þeir eru með einn besta leiðtogann í deildinni Jason Kidd og eru, að mínu mati sterkari.

LA CLIPPERS: 12, 23 (5)
Mér finnst LA Clippers vera mestu vonbrigðin í ár (fyrir mér er árangur Lakers bara skemmtilegur). Það hefur ekkert gengið hjá þeim og þeir eru í neðsta sæti kyrrahafsriðilsins. Samt eru þeir með fullt af góðum leikmönnum eins og Andre Miller, Elton Brand (þeir báðir væru í mínu stjörnuliði), Lamar Odom og Michael Olowokandi. Reyndar eru Odom og Kandiman búnir að vera meiddir en samt ættu þeir að geta betur. Ég trúi ekki öðru en að þeir taki sig á og endi 2-3 sætum ofar.

LA LAKERS: 9 , 17 (3)
Þetta tímabil hjá Lakers er búið að vera martröð fyrir Lakers aðdáendur. Þeir hafa ekki getað neitt (þrátt fyrir að eiga annan og fjórða stigahæsta leikmanninn í deildinni) og myndu ekki komast í playoffs miðað við árangur þeirra nú. Vandamálið hjá þeim er einfaldlega að aðeins Shaq og Kobe geta eitthvað. Hinir eru of lélegir og Shaq og Kobe ráða ekki við þetta einir. Samt held ég að Lakers hristi af sér slenið og komist í playoffs, samt ekki mikið lengra en það.

MEMPHIS GRIZZLIERS: 13 , 26 (12)
Memphis hefur ekki gengið nógu vel í ár, þeir eru með ungt og skemmtilegt lið en Jason “The White Chocolate” Williams er ekki eins góður kapteinn og hann er í að senda ótrúlegar sendingar. Hins vegar hefur Pau Gasol spilað nokkuð vel og þeir hafa marga góða og efnilega leikmenn. Það sem vantar er metnaður og ég trúi ekki að hann komi á þessu tímabili. Þess vegna munu þeir verða í sama sæti og þeir eru í núna í lok tímabilsins.

MIAMI HEAT: 13, 25 (13)
Miami Heat er ekki gott lið. Eftir að Zo hætti þá er enginn góður leikmaður hjá þeim, besti leikmaður þeirra er Brian Grant og ég tel hann frekar vera ágætan leikmann heldur en góðann. Þeir munu enda á botni riðilsins.

MILWAUKEE BUCKS 6 , 14 (10)
Ég veit ekki mikið um Milwaukee en þeim er búið að ganga miklu betur en þeim var spáð, Ray Allen er búinn að vera góður og svo líka pointarinn þeirra, Sam Cassel. Síðan hafa þeir Michael Redd og Anthony Mason verið fínir Ætli þeir komist ekki í playoffs en ekki mikið lengra en það.

MINNESOTA TIMBERWOLVES: 6, 9 (6)
Kevin Garnett er Minnesota. Hann vinnur leiki fyrir liðið einn sín liðs. Terrell Brandon er búinn að vera meiddur allt tímabilið þannig að KG er búinn að vera nánast einn sín liðs í barráttunni um að komast í úrslitakeppnina. Troy Hudson og Rod Strickland eru alveg ágætir leikmenn en samt væru þeir á bekknum í flestum liðum. Þeir eru búnir að vera eina hjálpin sem að KG hefur haft í liðinu. Ég myndi velja hann eða T-Mac MVP fyrri hluta tímabilsins. Minnesota þarf einhvern annan leikmann sem getur skorað eða tekið fráköst. Annars munu þeir eiga í erfiðleikum með að komast í úrslitakeppnina.

NEW JERSEY NETS: 2 , 4 (1)
New Jersey hafa átt fínt tímabil. Þeir eru næstefstir í Austrinu með .681 vinningshlutfall, 32 leiki sigraða af 47. Jason Kidd er búinn að eiga mjög gott tímabil, 20 stig að mtl. í leik, og næst stoðsendingahæstur. Síðan er Richard Jefferson búinn að eiga gott tímabil og hefur verið orðaður við “Most Improved Player ”. Ég spáði þeim fyrsta sæti í byrjun tímabilsins og stend við það. Mér finnst þeir heildsteyptasta og besta liðið þar. Síðan, ef að Orlando kemst ekki langt myndi ég halda með þeim í úrslitunum.

NEW ORLEANS HORNETS: 7-8 , 15-16 (2)

Hornets hafa valdið miklum vonbrigðum hjá aðdáendunum í nýju heimaborginni þeirra. Þeir eru með .500 vinningshlutfall og hafa verið í miklum vandamálum með meiðsli. Baron Davis er eins og er meiddur, Jamal Mashburn var að koma úr erfiðum veikindum en hefur samt staðið sig mjög vel. Síðan hafa margir á bekknum verið á sjúkralistanum og þeir hafa oft verið aðeins átta sem eru ekki meiddir. Ég hugsa samt að þeim muni ganga aðeins betur á seinni hlutanum og spái þeim 5. sæti.

NEW YORK KNICKS: 10 , 20-21 (14)
New York eru kannski ekki búnir að vera neitt sérstaklega góðir, en samt miðað við mannskapinn eru þeir búnir að standa sig nokkuð vel. Anthonie McDyess er búinn að vera meiddur allt seasonið og verður það áfram. Allan Houston er búinn að vera bestur hjá þeim og Latrell Sprewell kominn aftur. Síðan er Kurt Thomas búinn að vera fínn. Þeir byrjuðu hörmulega, en eru búnir að standa sig ágætlega í seinustu leikjum, hafa unnið seinustu 6 af 10. Ætli þeir muni ekki enda í sama sæti og þeir eru í núna.

ORLANDO MAGIC 7-8 , 15-16 (3)
Eins og kannski sumir vita þá er Orlando uppáhalds liðið mitt og ég er mjög óánægður með gengi þess í ár. Þeir hafa leikmennina, og spila vel saman en samt er alltaf eitthvað sem klikkar og þeir eru aðeins með .500 vinningshlutfall, búnir að vinna 24 og tapa 24. T-Mac er að eiga besta tímabilið sitt og er stigahæstur, Grant Hill er loksins byrjaður að spila eitthvað, reyndar búinn að missa af mörgum leikjum en er samt að spila meira en síðustu tvö ár, Mike Miller er búinn að eiga gott season, skorar 16.8 að mtl og Darrell Amstrong er búinn að vera fínn en það virðist ekki vera nóg. Samt hljóta þeir að spila betur á seinni hlutanum, þeir eiga það skilið. Ég spái þeim 4 sætinu í austrinu, 2 í atlantahafsriðlinu. Síðan mun Tracy ekkert slaka á og verður valinn MVP (Garnett væri líka ok).

PHILADELPHIA 76ERS: 5 , 13 (8)
Philly hafa komið mér á óvart í vetur. Ég hef alltaf hatað þetta lið mest en núna eru þeir búnir að vera nokkuð skemmtilegir, Allen Iverson er ekki búinn að vera eins leiðinlegur og venjulega og er byrjaður að gera meira en að skjóta boltanum. Þeir byrjuðu mjög vel og voru í 2-3 sæti í Austrinu en hafa dalað upp á síðkastið og eru núna í 5 sæti. Samt held ég að þeir komist ekki langt í vetur, líklegast í fyrstu umferð en svo ekki söguna meir.

PHOENIX SUNS: 7 , 10 (11)
Phoenix er búið að eiga fínt tímabil í vetur. Í fyrra voru þeir bara show-off lið en núna er Stephon Marbury búinn að vera frábær, virðist hafa þroskast og er orðinn sterkur leiðtogi. Snillingurinn Shawn Marion er líka búinn að vera góður, skorar 21.4 og tekur 9.7 fráköst að mtl. Helsti gallinn hjá þeim er metnaðarleysi í lélegri leikmönnum og slakur bekkur. Ég hef samt trú á Phoenix og spái þeim 5. sætinu.

PORTLAND TRAILBLAZERS: 4 , 7 (7)
Ef maður væri að skoða mannskapinn hjá Portland TrailBlazers í fyrsta sinn myndi maður hugsa af hverju í fjandanum þeir væru ekki í titlabaráttu. Ástæðan er sú að flestir leikmennirnir spila eins og þetta sé einstaklingsleikur en ekki samvinna. Þeir hafa snillinga eins og 3ja stiga skyttuna Bonzi Wells, Scottie Pippen, krakkhausinn Rasheed Wallace sem á að vera bestur í þessu liði en er bara of ruglaður til að spila með 100% getu, og síðan hinn 39 ára gamla Arvydas Sabonis. Þrátt fyrir að vera ekki í toppklassa þessa dagana eru þeir samt að spila mun betur en á seinustu árum, eru .644 vinningshlutfall og gætu alveg blandað sér í baráttuna. Samt held ég að þeir komist ekki langt, þeir þyrftu að spila betur saman til þess.

SACRAMENTO KINGS: 2 , 3 (1)
Sacramento var hársbreidd frá því að vinna Lakers í fyrra og komast í úrslitin, töpuðu 4-3 í seríunni þar sem flestir leikjanna kláruðust á lokasekúndunum. En núna eru þeir orðnir sterkari, Chris Webber er búinn að vera frábær í vetur (er reyndar meiddur núna), Peja Stojakovic er búinn að vera góður og Mike Bibby, sem var meiddur fyrstu 20-30 leikina hefur komið af krafti aftur og er líklegast einn besti pointarinn í dag. Þótt þeir verði líklegast ekki efstir í deildinni spái ég þeim sigri í playoffs. Þetta er ungt lið sem mun líklegast verða í titlabaráttu næstu árin.

SAN ANTONIO SPURS: 3 , 6 ( 4)
San Antonio hefur Tim Duncan. Hann er kannski ekki skemmtilegasti leikmaðurinn í deildinni en hann er tvímælalaust einn af þeim bestu og hefur haldið SA uppi seinustu árin. David Robinson er orðinn alltof gamall, tekur reyndar nokkur fráköst ennþá en ekki mikið meira og Tony Parker er ennþá bara efnilegur. Hann skorar ekki mikið en gefur samt slatta af stoðsendingum (5.2) og er ágætur styrkur fyrir liðið. Síðan er það Steve Smith. Hann er ekki nærri því eins góður og þegar hann var hjá Atlanta en setur alltaf niður einhverja þrista. En eins og ég segi, meðan þeir hafa Duncan þá munu þeir vera í efri hluta vestursins.

SEATTLE SUPERSONICS: 10 , 19 (10)
Gary Payton hlýtur að vera orðinn leiður á því að spila alltaf mjög vel en vera einn af fáum í liðinu sem gerir það og lenda alltaf svona neðarlega út af hinum aulunum. Að vísu er Rashard Lewis búinn að eiga gott tímabil (17.7 stig og 7 frk.) og Desmond Mason er allt í lagi en liðið er samt engan vegin nógu gott til að komast í playoffs. Payton verður að fara til annars liðs ef hann ætlar að eiga möguleika á meistarahringi næstu árin.

TORONTO RAPTORS: 14 , 27 (7)
Toronto hafa ekki getað neitt í vetur enda er Vince “Vinsanity” Carter búinn að vera meiddur nánast allt seasonið. Þess vegna eru Morris Petterson og Jerome Williams búnir að vera bestu leikmennirnir í vetur og þeir eru alls ekki nógu góðir til að leiða lið. En núna þegar Carter er kominn mun þeim líklegast fara að ganga betur en samt munu þeir ekki komast í úrslitakeppnina, það er alveg á hreinu.

UTAH JAZZ: 5 , 8 (8)
Utah hefur komið (eins og seinustu 10 ár) á óvart og eru í 5ta sæti eins og er. Ellilífeyrisþegarnir Karl Malone og John Stockton eru búnir að spila mjög vel miðað við aldur, báðir í kringum fertugt og Matt Bullard er að eiga sitt besta tímabil. Ætli þeir verði ekki eitthvað í kringum það sæti sem þeir eru núna í en þeir munu ekki komast langt í playoffs.

WASHINGTON WIZARDS: 9 , 18 (9)
Þetta er fyrsta árið þar sem Jordan á að vera á bekknum. Reyndar hefur hann ekki nærri því spilað sem varamaður. Hann skiptist á að spila við Jerry Stackhouse og er að skora 18.7 stig. Þrátt fyrir að hafa Jordan, Stackhouse og Larry Hughes hefur þeim samt ekki gengið nógu vel. Þeir komast ekki í playoffs með þessum árangi en eru samt nálægt því, þyrftu að vinna tvo leiki á meðan Orlando eða New Orleans tapa. Ég spái þeim ekki í playoffs nema Stackhouse fari að spila betur og Kwame Brown byrji að spila eins og hann spilaði í byrjun tímabilsins.

Thx ef þið nenntuð að lesa og gefið comment

————————————
Zake