Núna finnst mér að línurnar séu örlítið að skýrast í NBA. Núna er hægt að útiloka nokkuð mörg lið frá því að komast í playoffs og að sama skapi er hægt að segja til um hvaða lið eiga möguleika á að komast í playoffs. Hér koma mínar misgáfuðu pælingar.

Austurdeildin:

Þar eru þrjú lið sem ég tel vera langsterkust. Þessi lið eru Indiana, New Jersey og Detroit. Öll þessi lið eru mjög jöfn og ekki með neinn yfirburðarskorara innan sinna raða. Öll liðin þrjú hafa verið að standa sig nokkuð vel upp á síðkastið. Indiana tapaði reyndar í nótt gegn sívaxandi Lakers. Detroit hefur unnið 3 leiki í röð, þar á meðal tveir leikir gegn Boston og síðan New Jersey. Detroit hefur gríðarlega sterkt varnarlið og góða breidd. Mér finnst persónulega New Jersey ekki eins sterkt eins og Detroit og hef trú á að New Jersey lendi í 3. sætinu á eftir Indiana og Detroit.

Hin liðin rétt fyrir ofan eru talsvert slakari. Boston eru með viðkvæmt lið og er svipað og Lakers að því leyti að aðeins 2 leikmenn geta eitthvað. Boston hafa verið að dala mikið og Milwaukee, sem hafa verið á flugi síðustu vikur, gæti alveg náð 4. sætinu af þeim. Philadelphia virka ekki nógu góðir. Þeir eru núna í 6. sæti og ég gæti alveg trúað því að þeir lendi neðar. Baráttan um 8. sætið verður með annars á milli Orlando , New Orleans og Washington en ljóst er að 1. þessara liða kemst ekki í playoffs. Eins og staðan er núna er Washington í 9. sæti. New York er í 10. sæti og hafa verið að vinna nokkra leiki upp á síðkastið, en ég hef samt ekki mikla trú á þeim.

Vesturdeildin:

Síðustu nótt mættust Dallas og Sacramento, sem eru án Webber. Sacramento vann eftir að Keon Clark tróð í lokin og Kings unnu með minnsta mun. Dallas eru þó ennþá öruggir í 1. sætinu og eiga eftir að halda því. Sacramento eiga í vandræðum án Webber, þrátt fyrir sigurinn gegn Dallas. Verst fyrir Sacramento að San Antonio og Portland, heitustu liðin í dag, sækja hart að þeim og gætu jafnvel náð Kings. Þessi 4 lið eru nokkuð örugg og nokkuð langt er í Utah, Minnesota og Phoenix. Minnesota hafa verið að bæta sína stöðu og eru núna komnir í 5. sætið fyrir ofan Utah. Houston töpuðu í nótt, og hafa núna aðeins unnið 4 af síðustu 10 leikjum sínum og Lakers sækja að þeim og með þessu áframhaldi er bara spurning um hvenær heldur en hvort Lakers nái þeim. Líkurnar á Lakers vs. Sacramento/Dallas í 1. umferð eru alltaf að aukast.