Hver man ekki eftir Detlef Schremph, leikmaður sem lék með Dallas og var á tímabili eini þjóðverjinn sem leikið hafði í NBA. Núna er kominn annar, og mun betri. 2 og 11 á hæð, og getur þrumað þriggja stiga, hvað er betra enn það. Nowitski skoraði 36 stig um helgina og skoraði 31 í nótt gegn Boston. Hann er orðinn hetja liðsins enn vill sjálfur ekki viðurkenna það.
“Liðið er fullt af frábærum leikmönnum, leikmönnum sem spila sínar stöður og leiðtogum. Ég tel sjálfan mig ekki vera leiðtoga, enn ég þakka hinsvegar liðsfélögum mínum fyrir að finna mig í opnum skotum.”
Í þýskalandi var hann kallaður Das Wunderkind og leiddi DJK Wurzburg til meistaratitils og bauð sig þá fram í NBA nýliðavalið. Síðan þá hefur ferill hans legið upp á við og mun hann verða ein helsta stjarnan í deildinni um ókomin ár!
-Kamalflos