Hvernig verður All Star liðin ykkar?? All Star leikurinn í Atlanta verður 9. febrúar.

Ótengt því hvaða leikmenn verða í liðinu ætla ég að velja þau lið sem ég mundi velja ef þetta væri mitt val.

Austurliðið:

Byrjunarliðið mitt:
C - Ben Wallace
PF - Jermaine O'Neill
SF - Tracy McGrady
SG - Paul Pierce
PG - Jason Kidd

Austrið hefur góða bakverði. Varabakverðir gætu verið einhver af þessum: Allen Iverson, Ray Allen, Ricky Davis, Ron Artest, Jalen Rose, Jerry Stackhouse, Michael Jordan, Baron Davis (held hann sé samt meiddur), Allan Houston. Allen Iverson og 76ers hafa verið að gefa eftir þannig að ég ákvað að hafa Paul Pierce í staðinn til að byrja inn á.

Varaframherjar. Nokkrir varabakverðir gætu spilað sem vara-SF. En auk þeirra: Jamal Mashburn, Abdur-Rahim, Glenn Robinson, Kenyon Martin (spilar með svo góðu liði), Richard Hamilton (spilar líka sem SG oft).

Austrið á við vandamál að stríða. Þeir hafa engann ekta Center. Jermaine O'Neill og Ben Wallace spila oftar sem PF. Ilgauskas, Brad Miller, Cliff Robinson kæmu líka til greina sem varaCenter. Ég ákvað að hafa Ben Wallace þarna til að byrja því Detroit hafa staðið sig frábærlega hingað til og hann er að mínu mati besti Center austursins.

Vesturliðið:

Úffff. Þetta verður fáranlega erfitt val.

Byrjunarliðið mitt:

C - Tim Duncan. Ég veit að hann spilar sem PF. Shaq er ekki inn á því að Kobe er inn á og það væri nefnilega út í hróa hött að hafa 2 leikmenn úr liði með undir 50% vinningshlutfall.
PF - Kevin Garnett. Annaðhvort hann eða Chris Webber, Kings hafa verið betri en Minnesota en Garnett er bara svo ógeðslega góður.
SF - Dirk Nowitski. Til að hafa klárlega einn leikmann úr efsta liðinu + hann er besti skotmaðurinn af þessum frábæru framherjum sem koma til greina. Hinn möguleikinn er að hafa Garnett í SF, eins og hann spilar oft og hafa þá Chris Webber eða Nowitski í PF.
SG - Kobe Bryant. Klárlega besti eiginlegi SG í Vestrinu.
PG - Stephon Marbury, Steve Nash, Steve Francis eða Gary Payton. Get ekki gert upp á milli, en Marbury væri mitt val og Steve Nash, sem kandídat Dallas. Seattle hafa verið of slakir til að Payton byrji inn á. Steve Francis er alveg á mörkunum að byrja inn á.

Varabakverðir:

Einhverjir 3 af þessum sem ég gat ekki gert upp á milli og auk þeirra verða: John Stockton, Michael Finley, Mike Bibby, Andre Miller, Doug Christie og Bonzi Wells. Mike Bibby væri öruggur ásamt Finley.

Varaframherjar einhverjir af þessum: Shawn Marion, Elton Brand, Antawn Jamison, Peja Stojakovic, Antoine Walker (held hann sé meiddur samt), Chris Webber, Karl Malone, Pau Gasol, Matt Harpring og Rasheed Wallace. Webber, Stojakovic og Marion væru mitt val. Brand kemur næstur inn.

VaraCenter: Shaq, Yao Ming (fyrir kínverjanna) og mjög margir af framherjunum getur spilað þessa stöðu. En það er samt alveg nóg að hafa Shaq sem varaCenter.

Það er frekar svekkjandi að hafa engann úr Kings í byrjunarliðinu en það verður að hafa það. Ég er ekkert að velja alla þá sem ættu að vera á bekknum liðinu heldur bara þá sem koma til greina. Ég nenni ekki að vera að gera upp á milli.

Hvernig væri ykkar All Star lið??