Lið stjörnunnar hefur farið hamförum í 1.deildinni í ár. Jón Kr. Gíslason þjálfari liðsins hefur skilað frábærum árangri, 9 sigurleikir af níu leikjum, þ.á.m. útileikur gegn erkifjendum Blika sem eru í öðru sæti með 7 unna og einn tapaðann.
Síðasti leikur Stjörnunnar var sl. Laugardag ( í gær þegar þetta er skrifað) og var hann gegn ÍS. ÍS er með eitt af sterkari liðum deildarinnar, eru í 5. sæti og hafa Bjarna Magnússon, fyrrverandi Grindvíking innann sinna vébanda. Leikurinn var jafn framan af enn þá settu Stjörnumenn einfaldlega í annan gír, og tókst með ótrúlegri svæðispressu að knýja fram 30 stiga forskot þegar mest var. Leikurinn endaði 100-78 og var Jón Ólafur Jónsson sterkur í liði heimamanna. Auk hans voru Örvar Kristjánsson og Jón Þór Eyþórsson sterkir, og frábær frammistaða varamannsins Jóns Gunnars Magnússonar var kærkomin í fjarrveru tvíburanna, Sigurjóns og Guðjóns Lárussona, enn þeir eru nú í Bandaríkjunum. Sigurjón er næst stiga hæsti leikmaður liðsins og er gott að liðið getur unnið svo erfiða leiki án hans, og það næsta auðveldlega.

-Kamalflos