Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð (Golden State, Vancouver og Seattle) töpuðu Rockets í nótt á heimavelli(!)
fyrir Denver Nuggets, 100-102. Þegar örfáar sekúndur lifðu af leiknum tapaði Nick Van Exel boltanum (en hann var best maður Nuggets í leiknum með 26 stig) og Mobley átti möguleika á að jafna leikinn en því miður brást honum bogalistinn og Nuggets unnu leikinn. Þjálfari Nuggets sagði eftir leikinn (reyndar hlæjandi) að ef Mobley hefði hitt út skotinu hefði Van Exel mátt hlaupa útúr húsinu og ekki koma aftur en annars hefði hann verið frábær og það hefði verð honum að þakka að Denver unnu. Steve Francis var stigahæstur Rocketsmanna með 26 stig, þar af 21 í seinni hálfleik. Hann snéri sig á ökla þegar 5:10 voru eftir en kom aftur inná 2 og hálfri mínútu síðar, hann skoraði ekki eftir það. Hann segist bara vona að hann verið orðinn leikfær í næstu viku. Einu góðu fréttirnar fyrir Rockets í þessum leik voru þær að Cato kom aftur af Injury listanum en hann er búinn að vera meiddur síðan 9. nóvember.
Rockets eru núna með vinningshlutfallið 13-10 og eru 9. liðið inní úrslitakeppnina (eða þ.e.a.s. þeir myndu ekki komast í hana ef hún myndi byrja núna) Denver eru hins vegar með hlutfallið 12-13.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _