T-Mac Tracy Lamar McGrady, Jr.
Fæddur: 24 Maí 1979
Hæð: 2,03 m Þyngd: 95,3 kg
Fæddur í Bartow, Florida


Tracy, eða T-Mac eins og hann er kallaður byrjaði körfuboltaferil sinn hjá litlum skóla í Florida, Auburndale menntaskólann þar sem hann skoraði 23.1 stig og tók 12.2 fráköst á nýliðaári sínu (14 ára) en samt voru nánast engir skólar sem vildu fá hann. En þá tók hann þátt í ABCD körfuboltabúðunum þar sem hann sýndi snilldar takta og var m.a. valinn 2. efnilegasti leikmaðurinn (á eftir Lamar Odom, leikmanni Clippers) af blaðinu Hoop Scoop. Eftir það skipti hann Mount Zion Christian skólann þar sem hann spilaði mjög vel og liðið varð orðið annað besta liðið í Bandaríkjunum á lokaári hans. Hann ákvað að fara ekki í háskóla og sagði í viðtali að hann hafði hugsað um að fara í háskóla en að gera sig mögulegann í nýliðavalið væri bæði betra fyrir fjölskyldu hans, en hann bjó hjá mömmu sinni og ömmu, og væri líka styttri leið fyrir hann að toppnum.Isiah Thomas, þjálfari Toronto valdi hann svo 9. í fyrstu umferð og var þar með kominn í hóp leikmanna á borð við Kobe, Kevin Garnett og Jermaine O’Neal sem höfðu farið beint úr College í NBA.

Fyrsta árið var hann ekki mikið notaður. Hann spilaði 18.4 mín að mtl. og skoraði 7 stig en hann lærði margt af eldri leikmönnum í liðinu og svo auðvitað við að keppa á móti stórstjörnunum. Hann átti samt nokkra góða leiki og skoraði 22 stig og tók 8 fráköst á móti New Jersey 13. apríl 22. febrúar 98’. Síðan skoraði hann 9 stig á aðeins 10 mínútum í nýliðastjörnuleiknum.
Næsta ár var hann ennþá varamaður en spilaði samt heilar 22 mínútur í leik og skoraði 9.3 stig og tók 5.7 fráköst og síðan var frændi hans, Vince Carter kominn til liðsins og liðinu gekk vel, náði besta árangri sínum frá upphafi. T-Mac var talinn einn efnilegasti leikmaðurinn og besti 6th man í deildinni. Hann var líka orðinn betri varnarmaður og hafði bætt sig mjög líkamlega. Hann skoraði mest 27 stig í einum leik þetta árið og náði nokkrum sinnum 13 fráköstum
Þrátt fyrir að byrja inn á í aðeins helmingnum af leikjunum sem hann spilaði 3. árið hans var hann hæstur í vörðum skotum og annar stigahæsti það árið (1.91 og 15.4). Toronto gekk líka vel og Vince Carter blómstraði. Hann keppti í troðslukeppninni á stjörnuleikshelginni og var næstum öruggur með annað sætið en hjálpaði síðan Vince Carter að vinna með því að gefa bogasendinguna á hann í olnbogatroðslunni sem var ein ótrúlegasta troðsla sem að hefur verið gerð og pottþétt sú flottasta sem ég hef séð, toppaði Jordan troðsluna frá vítalínunni.
T-Mac byrjaði tímabilið 2000-2001 með því að fara til Orlando sem free agent. Hjá Orlando breyttist staða hans í liðinu algjörlega. Hann hafði ekki verið með fast sæti í byrjunarliðinu og var í skugga Carter en hjá Orlando áttu hann og Grant Hill að vera aðalmennirnir og það voru gerðar miklar vonir til Orlando en Hill var meiddur allt árið og spilaði aðeins 4 leiki og þess vegna var T-Mac eini almennilegi sóknarleikmaðurinn. Hann nýtti það vel og skoraði 26.8 stig að mtl. og bætti sig í flestu öðru. Hann lék sinn fyrsta stjörnuleik sinn og spilaði ágætlega. Orlando datt út í fyrstu umferðinni í playoffs en T-Mac var valinn NBA’s most improved player auk þess sem að liðsfélagi hans, Mike Miller var valinn besti nýliðinn.
Næsta ár var skoraði hann ekki eins mikið (25.6) en spilaði betur á liðsfélaga hans. Orlando gekk ekki vel enda var Grant Hill ennþá meiddur og spilaði aðeins 16 leiki. T-Mac gerði mörg persónuleg með þetta árið, skoraði 50 stig á móti Washington og 49 stig aftur á móti þeim mánuði seinna. Hann tók 17 fráköst í einum leik og 13 stoðsendingar í öðrum, stal sex boltum á móti Denver og tók 36 skot á móti San Antonio. Hann átti frábæran leik í stjörnuleiknum, varð stigahæstur fyrir Austurströndina, varð annar í vali á MVP í honum á eftir Kobe og hreint ótrúlega troðslu, kastaði boltanum með snúningi í spjaldið og gerði þannig alley-oop á sjálfan sig meðan hinir leikmennirnir horfðu bara á og veltu því fyrir sér hvað hann var að gera. Síðan lenti hann í 4ða sæti í vali MVP í lok ársins.
Í vetur var haldið að loksins myndi allt ganga upp hjá Orlando. Grant Hill var kominn í lag, þó ekki 100%, þeir fengu Shawn Kemp og Jacque Vaughn en samt hefur þetta ekki verið að ganga upp hjá þeim og þeir eru með um .500 sigurhlutfall. Samt hefur T-Mac verið að brillera og hefur leitt liðið til margra sigra. Síðan hann var hjá Toronto hefur hann þroskast mikið sem leikmaður og er orðinn sannur leiðtogi liðsins. Hann er núna að mig minnir í öðru sæti í byrjunarliðsvalinu fyrir stjörnuleikinn sem verður helgina 9-10. feb. nk. Ekki má gleyma að hann er aðeins 23 ára og á mörg góð ár eftir.
Ef að hann heldur áfram þessu góða gengi mun líklegast verða einn af þessum klassíku leikmönnum eftir nokkra áratugi.

———————————
Zake