Playoffs Hér koma smá Playoffs pælingar eða svo.

Staðan er þannig í austurdeildinni (eftir röð) að New Jersey , Indiana, Detroit, Boston, Philadelphia, Washington, New Orleans (Charlotte Hornets ) og Orlando eru inni í Playoffs en margt getur gerst þangað til. Það sem kemur mér mest á óvart að Orlando hanga í 8 sæti þarna (ég bjóst við meira frá þeim) og að Washington eru með mjög góðan árangur og mjög góðann möguleika að komast í Playoffs en það fer allt eftir hvort að Jordan meiðist ekki eins og gerðist í fyrra en þá voru þeir inni þangað til að Jordan meiddist á hné eða einvern andskotann svo að þeir náðu ekki að komast í Playoffs. New Jersey hafa verið að spila mjööööög vel í vetur , með 27-10 árangur og næst sterkasta heimavöll í deildinni en þeir hafa aðeins tapað 2 leikjum á heimavelli sem verður að teljast mjög gott og mikilvægt þegar lengra líður á Playoffs.

Ég spái annaðhvort að New Jersey eða Indiana komast í Úrslitin í austurdeildinni en ég vona auðvitað að mínir menn 76ers komast langt en það er aldrei að vita hversu megnugur Allen Iverson getur verið.

Staðan er þannig í Vesturdeildinni sem verður að teljast sterkari en austurdeildin en ég er ekki viss um hvort að eitthvað lið í austurdeildinni ræður við New Jersey og Indiana helst þá kannski að Sacramento og Dallas ná að taka þá. En staðan er þannig (eftir röð) að Dallas , Sacramento , Pheonix, San Antonio, Portland , Utah, Houston og Minnesota eru inni þar megin. Pheonix hafa komið mér verulega á óvart en þeir hafa farið vaxandi með árunum. Þar er fremstur Stephon Marbury með 20 stig á meðaltali á leik og 8,2 stoðsendingar.

Ég spái að Dallas eða Sacramento fari í úrslitin en ég er hlyntari því að sacramento fari lengra út af reynsluni sem þeir öfluðu sér í fyrra en Dallas hafa svo gott sem enga reynslu undanfarin ár og reynslan skiptir oft máli.